Færsluflokkur: Tónlist
19.8.2008 | 17:58
[MP3] Slumberland Records
Ég minntist um daginn á Slumberland Records, en sú ágæta útgáfa gefur brátt út smáskífu og breiðskífu The Pains of Being Pure at Heart. Eitthvað hlýtur þá að vera varið í útgáfuna, og ekki sakar að slagorð þeirra er "Keeping it foolish since 1989". Ykkur til hægðarauka fylgir hér texti af vefsíður þeirra, og svo glás af MP3:
Hlustum á nokkur lög. Flest af þessum böndum þekki ég í sjálfu sér ekki neitt, nema The Softies, en þetta er smekkleg blanda af noisepop/twee/jangle og það er alltaf gott. The Softies innihélt Rose Melberg sem stimplaði sig hressilega inn með sóló plötu á seinasta ári, og Jen Sbragia sem einhverjir þekkja kannski úr All Girl Summer Fun Band, sem er algerlega stórkostleg hljómsveit. Þetta er bara lítið brot af öllum lögunum sem hægt er að sækja hjá Slumberland. [MP3] The Lodger - The Conversation Frumburður The Crabapples var smáskífa á floppy disk. Sjá hér. |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008 | 00:24
[MP3] Coldplay - Bráðskemmtilegur dómur um Viva la Vida
Það er voðalega hipp og kúl að dissa Coldplay þessa dagana. Mér hefur alltaf fundist þeir fínir, en hinsvegar hefur mér alveg láðst að tékka á nýjustu afurð þeirra, Viva la Vida. Eftirfarandi plötudómur segir líklegast allt sem þarf, fenginn að láni frá rateyourmusic.com:
Meðan ég var að græja þennan póst, þá hlustaði ég á titillagið, og get nú ekki sagt annað en að það sökkar massívt, svona við fyrstu hlustun allavegana. Það er einhver let-them-know-it's-christmas fílingur í þessu. Ég á svo eftir að éta það ofan í mig þegar þetta er orðið uppáhaldslagið mitt eftir nokkra daga. Við skulum því leggja vel við hlustir og spila það hérna, sem og nokkur remix af laginu, og einhver önnur lög af plötunni líka, og kíkjum svo á vídeó við titillagið. Engin ábyrgð er tekin á endingu þessara linka. Hvernig finnst ykkur annars nýja platan? [MP3] Coldplay - Viva la Vida Myndband við lagið. Voðalega pirrar það mig þegar fólk er að hamast á gítar í myndbandi en svo heyrist ekkert í honum í laginu. Nema auðvitað ef bandið er frá Spáni og heitir La Casa Azul. Meira um þá vitleysinga bráðum.
|
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2008 | 17:29
[MP3] ABBA
Mikið ABBA æði gengur nú eins og eldur í sínu um gjörvallan heiminn. Sjálfur ólst ég upp við þetta frá blautu barnsbeini en mamma er mikill aðdáandi þeirra. ABBA, Diana Ross og Village People eru mér í blóð borin þótt undarlegt megi virðast. Þökk sér Tsuradio fyrir linkana. Fleiri ABBA lög er að finna þar ef fólk er ekki búið að dansa frá sér allt vit eftir þennan skammt. |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 12:41
[MP3] Organ í kvöld
[MP3] Reykjavík! - 7-9-13 [MP3] Bob - Less than three [MP3] Sudden Weather Change - Syracuse |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2008 | 17:53
[MP3] Sænski hjartaknúsarinn Juni Järvi
Mér finnst þessi mynd af sænska krútt popparanum Juni Järvi alveg ómótstæðileg. Það var einmitt þessi glæsilega mynd sem laðaði mig að Myspace prófíl kappans. Það kom svo í ljós að hann semur alveg þrælfínar ballöður, sem alla jafna eru ekki minn tebolli. Juni þessi gaf út breiðskífuna Wherever Thou Art árið 2006 og spilaði þá þvers og kruss um norðurlöndin og Kanada og lag hans "The Stars above Indian Lake" varð minniháttar hittari. Drengurinn minnir talsvert á Jens Lekman sem íslendingar ættu að þekkja ágætlega. Jens hef ég reyndar aldrei hrifist af en Juni hefur sömu hæfileika og hann til að semja grípandi lög og hefur svipaða rödd. Aukreitis hefur hann þetta skemmtilega retro yfirbragð og er mun hallærislegri en kollegi hans. Í myndbandinu við hittarann þá sýnir hann líka ákveðna Nick Cave takta, sem síðan fara úr böndunum. Ég mæli sérstaklega með laginu "If we just want to". [MP3] Juni Järvi - If we just want to Myndbandið við "The Stars above Indian Lake":
|
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 11:29
[MP3] Airwaves #16 - Vampire Weekend
Skemmtilegustu fréttirnar sem ég hef fengið í dag eru þær að New York bandið Vampire Weekend muni koma fram á Iceland Airwaves. Hr. Örlygur hefur reyndar ekki tilkynnt það að mér vitandi, en það kemur fram á gigg lista bandsins á Myspace, sem og á hinni "opinberu" heimasíðu sveitarinnar. Reyndar hef ég lítið nennt að spá í þessu bandi hingað til en slagarinn þeirra "A-Punk" hefur varla farið framhjá neinum. Ólíkt mörgu öðru sem er á playlista útvarpsstöðvanna þá er þetta mjög skemmtilegt lag sem verður ekki pirrandi eftir nokkra daga. Ezra Koenig heitir söngvari sveitarinnar og hann var á einhverjum tímapunkti amatör kvikmyndagerðarmaður og gerði þá mynd með sjálfum sér í aðalhlutverki að berja á vampírum. Myndin fékk nafnið Vampire Weekend sem síðar var yfirfært á hljómsveitina. Þeir félagar tóku sjálfir upp fyrstu plötuna sína sem kom út í janúar á þessu ári. Síðan hefur leið þeirra bara legið upp á við, og nær eflaust hápunkti sínum á glæsilegustu Airwaves hátíðinni til þessa. Það er urmull af mp3 með Vampire Weekend á netinu, örstutt leit skilaði mér þessu: [MP3] Vampire Weekend - A-Punk Vídeó við "A-Punk":
|
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2008 | 18:07
[MP3] 64 Revolt
Ég man nú ekki rétt vel hvernig ég datt niður á 64 Revolt, en þau eru í Myspace vinalistanum mínum og mig rámar í að það hafi verið góð ástæða fyrir því. Líklegast mælti einhver með þeim við mig, og það er vel, þetta er mikið stuð band. Þetta sænska band hljómar eins og það eigi vel heima á Iceland Airwaves. Voðalega hröð techno trommuheilabít og öskur, og orðið fucking kemur nokkrum sinnum fyrir, alveg raaakið dæmi fyrir Airwaves. Á köflum minnir þetta mjög á okkar ástkæru Bloodgroup. Tékkum á þessu, sjálfur mæli ég með laginu "CAPIP". [MP3] 64 Revolt - CAPIP |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 11:14
[MP3] Airvaves #15 - Miracle Fortress
Jaháá, ég ætlaði ekkert að hætta að kíkja á Airwaves böndin. Miracle Fortress er næst, en þetta er band frá Montreal í Kanada og fólk er að spræna á sig af hrifningu yfir fyrstu breiðskífu þeirra, Five Roses, sem kom út í fyrra. Áður hafði bandið gefið út sjálft EP plötuna Watery Grave árið 2005. Graham Van Pelt heitir gaurinn sem stjórnar þessu batteríi og semur öll lögin. Á tónleikum fær hann svo til liðs við sig þrjá hljóðfæraleikara. Hérna er smá texti sem útskýrir ágætlega um hvað þetta snýst: "It was a dreamy collection of adventurous sonic pop tunes, heavily influenced by soaring vocals harmonies of The Beach Boys creative peak, the throbbing basslines and ringing guitars of Yo La Tengo, but the album is full of restraint and subtlety." (tekið héðan) Sjálfum finnst mér þetta helst hljóma eins og My Bloody Valentine á róandi. Í stað þess að linka á MP3 skrár annarstaðar, þá ákvað ég að afrita skrárnar sem ég fann á mitt eigið svæði, svo að þetta héldist nú í lagi lengur en nokkra daga. Allt er þetta þó fundið á öðrum vefsvæðum upprunalega. [MP3] Miracle Fortress - Have you seen in your dreams |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2008 | 17:20
[MP3] The Toothaches
Öll bönd eru twee, en sum bönd eru meira twee en önnur. [MP3] The Toothaches - Sophia |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2008 | 23:33
[MP3] The Pastels og Black Tambourine
Þegar ég kynntist fyrst þeirri eðal hljómsveit, The Pains of Being Pure at Heart, þá var það fyrsta sem ég las um bandið þetta: "Imagine if The Ramones traded in their leather jackets for anoraks, or Stephen Pastel actually threw Aggi off the bridge and married Black Tambourine's Pam Berry and had four babies that formed a pop band." Ég skildi ekkert hvað var verið að tala um, þekkti ekki neitt þarna nema Ramones. Stephen hver? Pam Berry? Aggi? Hinsvegar hef ég nokkrum sinnum rekist vísanir í lagið "Throw Aggi off the Bridge" með Black Tambourine, meðal annars í texta við lagið "Twee" með hinu ágæta bandi Tullycraft, þar sem segir "Please don't throw Aggi from the bridge". En hver er þessi Aggi? Ef ég kemst að þessu þá hlýt ég að komast að innstu leyndardómum twee poppsins. Í stuttu máli er þetta einhvernvegin svona: Stephen Pastel stofnaði The Pastels árið 1982 í Glasgow, og fékk til liðs við sig Aggi Wright, fyrrum hljómborðsleikara Shop Assistants, einhverju síðar. Líklegast hafa þau svo verið par á einhverjum tímapunkti, og eftir því sem ég kemst næst er bandið ennþá starfandi en núna án Aggi. Árið 1989 kom Black Tambourine fram á sjónarsviðið í Maryland í USA og starfaði til 1992. Pam Berry var söngkona Black Tambourine og þau sömdu lagið "Throw Aggi Off The Bridge" en það er einskonar óður til Stephen Pastels frá ástsjúkum aðdáanda sem stingur upp á að hann dömpi Aggi (fram af brú). Svo má alveg teygja lopann í framhaldi af þessu: Stephen Pastel heitir réttu nafni Stephen McRobbie, eins og sönnum skota sæmir, og hann stofnaði einnig plötuútgáfuna 53 and 3rd sem hjálpaði böndum eins og Belle and Sebastian, Jesus and Mary Chain og Teenage Fanclub að koma undir sig fótunum. The Pastels gáfu út smáskífur hist og her þar til fyrsta breiðskífan leit dagsins ljós árið 1987. Bandið er sagt hafa haft áhrif á marga indie risa eins og Sonic Youth og Nirvarna og á plötunni Illumination frá 1997 er að finna gestaleikara úr böndum s.s. My Bloody Valentine, Teenage Fanclub og Stereolab, en Gerard Love úr Teenage Fanclub var á tímabili gítarleikari sveitarinnar. The Pastels eru talin ein af forsprökkum Anorak stefnunnar, sem stundum er kölluð Twee og/eða C-86, allt er þetta sama tóbakið. Black Tambourine var stofnuð í Maryland í USA árið 1989 og var undir miklum áhrifum frá Jesus and Mary Chain, Ramones, Shop Assistants og auðvitað The Pastels. Bandið var til í 3 ár, spilaði á örfáum tónleikum og gáfu út nokkrar smáskífur. Nýlega var öllum útgefnum lögum þeirra, 10 talsins, safnað saman á diskinn Complete Recordings sem gefinn er út af Slumberland, en Mike Shulman, meðlimur Black Tambourine, var einn stofnandi þeirrar útgáfu. Archie Moore og Brian Nelson gengu til liðs við Velocity Girl meðan Pam Berry kom við fjölda hljómsveita sem ég þekki ekki. Archie Moore var svo að ljúka við að mixa nýja plötu The Pains of Being Pure at Heart sem eru undir áhrifum frá Black Tambourine, og í USA verður hún gefin út af Slumberland. Gaman að þessu. Og innstu leyndardómar Twee poppsins? Gerðu það sjálfur, því það gerir það enginn annar fyrir þig, það er ekki lengur frumlegt að vera frumlegur... og taktu sjálfan þig og alla aðra mátulega alvarlega. The Pastels er allavegana enn að, Black Tambourine er löngu dauð, minning þeirra beggja lifir í The Pains of Being Pure at Heart. Og Ramones eru allir dauðir nema trommuleikarinn. [MP3] Black Tambourine - Throw Aggi Off The Bridge [MP3] The Pastels - Breaking Lines [The Pastels á Myspace] [Meiri lesning um The Pastels á Wikipedia] |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)