Færsluflokkur: Menning og listir

Blankheit

Þá höfum við konan endanlega gefist upp á að vera alltaf skítblönk að taka yfirdrátt og greiðslusamninga. Það er því með þungu hjarta sem ég auglýsi eftirfarandi bókakost til sölu. Listinn gæti útskýrt að einhverju leyti afhverju maður er alltaf á kúpunni, en ég hef í gegnum tíðina verið forfallinn bókafíkill, sem er þó skömminni skárra en margt annað.

Fyrir utan þetta allt saman þá kemur vel til greina að selja Trace Elliot bassastæðu, tvö box og magnari, man ekki hve stórt þetta er í wöttum en þetta er mannhæðarhátt og kostaði mig um 70.000 kr fyrir um tveimur árum. Selst á 60.000 kr. Einnig forláta Hofner President bassi frá 1966 (framleiddur í 500 eintökum) sem hægt er að fá fyrir 70.000 kr. Nota bene, ekki fiðlubassi, miklu fallegri en það skrípi.

Hérna er svo listi yfir bækurnar sem ég ætla að selja. Ykkur er auðvitað velkomið að kíkja líka við og skoða herlegheitin, bjallið bara í 669-9564 og ég svara um hæl. Á meðan þá er tilvalið að hlusta á lag með svölustu hljómsveit í heimi:

Til sölu:

The Story of Civilization, 11 bindi innbundin í leður með gullbryddingum.
30.000 kr allar.

Harry Potter á ensku, innbundnar
- Philosopher's Stone
- Chamber of Secrets
- Prisoner of Azkaban
- Goblet of Fire
- Order of the Phoenix
- Half Blood Prince
Allar saman á 10.000

Dostojevski
- Fávitinn 2 bindi innbundin, saman á 2000 kr
- Djöflarnir, innbundin 2000 kr
- Karamazon Bræðurninr 2 bindi innbundnar 3000 kr
- Tvífarinn 500 kr

Stephen Hawking - The Illustrated A Brief History of Time
Innbundin glæsileg myndskreytt útgáfa, 2000 kr.

The Ghost in the Shell - Japönsk Manga myndasaga, þykk í stóru broti
2000 kr

Ghormenghast Trilogy, 3 innbundnar bækur í slipcase, myndskreyttar frá The Folio Society
5000 kr.

Science Fiction bækur frá Easton Press, innbundnar í leður, gullbryddingar (hvað var maður að pæla):
- This Immortal eftir Roger Zelazny
- Stranger in a Strane Land eftir Robert A. Heinlein
- At the Earth's Core/A Princess of Mars eftir Edgar Rice Burroughs 2 sögur í einni bók
- Stand on Zanzibar eftir John Brunner
- The Humanoids eftir Jack Williamson
- She eftir H. Rider Haggard
- Out of the Silent Planet eftir C.S. Lewis
- Speaker for the Dead eftir Orson Scott Card
- Jem eftir Frederik Pohl
- Way Station eftir Clifford Simak
- City eftir Clifford Simak
- Rogue Queen eftir L. Sprague de Camp
- The Snow Queen eftir Joan D. Vinge
- The Terminal Experiment eftir Robert J. Sawyer
1000 kr stk. (Fleiri og frægari titlar til, gæti alveg athugað að selja eitthvað af þeim líka)

Safn bóka eftir John Steinbeck, innbundnar
- Travels with Charley
- The Long Valley
- East of Eden
- Tortilla Flat/Of Mice and Men
- The Grapes of Wrath
- The Winter of our Discontent
allar saman á 5000 kr.

Paulo Coehlo safn, kiljur í hörðu slipcase
- Eleven Minutes
- The Alchemist
- The Fifth Mountain
- Veronica Decides to Die
- The Devil and Miss Prym
allar saman á 3000 kr.

Antti Tuuri:
- Dagur í Austurbotni
- Vetrarstríðið
- Til Ameríku
500 kr stk

Ýmsar innbundnar á íslensku:
- Orðastaður - orðabók um íslenska málnotkun, verð óvíst
- Íslensk Orðsifjabók, verð óvíst
- Frida, ævisaga Fridu Cahlo 1000
- Gargantúi og Pantagrúll 1000
- Kantaraborgarsögur 1000
- Ég heiti Ísbjörg, ég er Ljón 500
- Diane Setterfield - Þrettánda Sagan 500
- Petronius - Satýrikon 1000 kr
- Boccaccio - Tídægra 2000 kr
- Joseph Conrad - Meistari Jim 1000 kr
- Franz Kafka - Réttarhöldin 1000
- Aleksis Kiwi - Sjö Bræður 1000
- Douglas Adams - The Hitchhiker's Guide to the Galaxy 4 bækur í einni, 1000
- Carl Sagan - Billions and Billions fræðirit  500
- Barry Chapman - Reverse Time Travel fræðirit 500
- Miguel Cervantes - Don Kíkóti 2 bindi innbundin
3000 kr

Heavy Metal Magazine, teiknimyndasögublöð, ca 140 stk. í allt.
allt saman á 30.000, upprunalegt kaupvirði varla minna en 150.000

Einnig gríðarlegt magn af Science Fiction tímaritun frá sjötta áratugnum s.s.
- Magazine of Fantasy and Science Fiction
- Fantastic Universe
- Spaceway
- Rocket Stories
- Imagination
- The Original Science Fiction Stories
- Amazing Stories
- Galaxy
- Amazing Science Fiction Stories
- Fantastic Science Fiction Stories
- IF, Worlds of Science Fiction
- Universe
- Science Fiction Adventures
- ... og hugsanlega einhver fleiri
200 kr stk.

A Series of Unfortunate Events, innbundnar
- The Bad Beginning
- The Reptile Room
- The Wide Window
- The Miserable Mill
- The Austere Academy
- The Ersatz Elevator
- The Vile Village
- The Hostile Hospital
- The Carnivorous Carnival
- The Slippery Slope
- The Grim Grott
- The Penultimate Peril
- The End
Einnig fylgir með Lemony Snicket: The Unauthorised Autobiography
10.000 kr allt saman.

Tölvubækur:
- Sam's teach yourself networking in 24 hours 1000 kr
- Sam's teach yourself network troubleshooting in 24 hours 1000 kr
- DNS and BIND frá O'Reilly 2500 kr
- Peter Norton's Inside the PC eight edition 500 kr

Annað:
- Nietszche - Svo mælti Zaraþústra 500
- Woody Allen - The Complete Prose of Woody Allen 1000
- Le Morte D'Arthur innbundin og myndskreytt 1000
- Douglas Adams - The Hitchhiker's Guide to the Galaxy 4 bækur í einni, 1000
- Carl Sagan - Billions and Billions fræðirit  500
- Barry Chapman - Reverse Time Travel fræðirit 500

Syrtlur:
- Bruno Schulz - Krókódílastræti
- Jeanette Winterson - Kynjaber
- Pascal Quignard - Allir Heimsins Morgnar (ooofboðslega leiiiiiðinleg bók, en afar ... menningarleg, góð kaup!)
500 kr stk

Meira Sci-Fi:
- Mammoth Book of Vintage Science Fiction
- Mammoth Book of Fantastic Science Fiction
- Mammoth Book of Modern Science Fiction
500 kr stk
- The Encyclopedia of Science Fiction, hnausþykkt alfræðirit, tæplega 1300 bls.
2000 kr.

Chronicles of Narnia, kiljur á ensku:
- The Magician's Nephew
- The Lion, The Witch and The Wardrobe
- The Horse and his Boy
- Prince Caspian
- The Voyage of the Dawn Treader
- The Silver Chair
- The Last Battle
allar saman á 3000 kr vel með farnar, sumar ólesnar (nennti ekki að lesa þetta allt saman, orðinn of gamall)

Ef einhver hefur áhuga á vel með förnum Cadillac Seville sem er um það bil að verða fornbíll, þá megið þið bjalla í mig líka. Hef ekki grun um hvað slíkt apparat gæti kostað.
 


Til sölu!

1. A Series of Unfortunate Events. Öll serían, 13 bækur, þar af eru 3 sett af þremur bókum í sérlega fallegum slip-case umbúðum. Óhætt er að segja að þessar mögnuðu sögur Lemony Snicket hafi slegið rækilega í gegn, og ekki alls fyrir löngu var gerð bíómynd eftir fyrstu þremur bókunum með Jim Carrey í hlutverki vonda gaursins. Þessar útgáfur eru allar á ensku, og vel með farnar. Raunvirði út úr búð myndi ég skjóta á að væri á bilinu 15-20.000 kr. Allur pakkinn fæst hér á 10.000 kr.

IMG_1964

2. Heildarútgáfa John Steinbeck frá Book of the Month Club. Grapes of Wrath, Winter of our Discontent, Tortilla Flat, Of Mice and Men, The Long Walley, East of Eden, Travels with Charley. Fallegar og vel með farnar útgáfur. Ekki hef ég grun um hvað ég borgaði fyrir þetta á sínum tíma, en finnst sjálfsagt að fá svona 5000 kr (ódýrt!) fyrir allt heila klabbið.

IMG_1963

Þess má svo til gamans geta að Stephin Merrit, forsprakki Magnetic Fields, samdi lagið "Scream and run away" fyrir A Series of Unfortunate Events, undir heitinu The Baudelaire Memorial Orchestra. Hann samdi svo lög sem heyra má á hljóðbókarútgáfunum undir heitinu The Gothic Archies. "Scream and run away" má heyra og melta hér, meðan þið hugleiðið þessi kostaboð.

[MP3] The Gothic Archies - Scream and run away


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband