Færsluflokkur: Menning og listir
21.7.2008 | 16:04
Blankheit
Þá höfum við konan endanlega gefist upp á að vera alltaf skítblönk að taka yfirdrátt og greiðslusamninga. Það er því með þungu hjarta sem ég auglýsi eftirfarandi bókakost til sölu. Listinn gæti útskýrt að einhverju leyti afhverju maður er alltaf á kúpunni, en ég hef í gegnum tíðina verið forfallinn bókafíkill, sem er þó skömminni skárra en margt annað. Fyrir utan þetta allt saman þá kemur vel til greina að selja Trace Elliot bassastæðu, tvö box og magnari, man ekki hve stórt þetta er í wöttum en þetta er mannhæðarhátt og kostaði mig um 70.000 kr fyrir um tveimur árum. Selst á 60.000 kr. Einnig forláta Hofner President bassi frá 1966 (framleiddur í 500 eintökum) sem hægt er að fá fyrir 70.000 kr. Nota bene, ekki fiðlubassi, miklu fallegri en það skrípi. Hérna er svo listi yfir bækurnar sem ég ætla að selja. Ykkur er auðvitað velkomið að kíkja líka við og skoða herlegheitin, bjallið bara í 669-9564 og ég svara um hæl. Á meðan þá er tilvalið að hlusta á lag með svölustu hljómsveit í heimi: Til sölu: The Story of Civilization, 11 bindi innbundin í leður með gullbryddingum. Harry Potter á ensku, innbundnar Dostojevski Stephen Hawking - The Illustrated A Brief History of Time The Ghost in the Shell - Japönsk Manga myndasaga, þykk í stóru broti Ghormenghast Trilogy, 3 innbundnar bækur í slipcase, myndskreyttar frá The Folio Society Science Fiction bækur frá Easton Press, innbundnar í leður, gullbryddingar (hvað var maður að pæla): Safn bóka eftir John Steinbeck, innbundnar Paulo Coehlo safn, kiljur í hörðu slipcase Antti Tuuri: Ýmsar innbundnar á íslensku: Heavy Metal Magazine, teiknimyndasögublöð, ca 140 stk. í allt. Einnig gríðarlegt magn af Science Fiction tímaritun frá sjötta áratugnum s.s. A Series of Unfortunate Events, innbundnar Tölvubækur: Annað: Syrtlur: Meira Sci-Fi: Chronicles of Narnia, kiljur á ensku: Ef einhver hefur áhuga á vel með förnum Cadillac Seville sem er um það bil að verða fornbíll, þá megið þið bjalla í mig líka. Hef ekki grun um hvað slíkt apparat gæti kostað. |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2008 | 15:22
Til sölu!
1. A Series of Unfortunate Events. Öll serían, 13 bækur, þar af eru 3 sett af þremur bókum í sérlega fallegum slip-case umbúðum. Óhætt er að segja að þessar mögnuðu sögur Lemony Snicket hafi slegið rækilega í gegn, og ekki alls fyrir löngu var gerð bíómynd eftir fyrstu þremur bókunum með Jim Carrey í hlutverki vonda gaursins. Þessar útgáfur eru allar á ensku, og vel með farnar. Raunvirði út úr búð myndi ég skjóta á að væri á bilinu 15-20.000 kr. Allur pakkinn fæst hér á 10.000 kr.
2. Heildarútgáfa John Steinbeck frá Book of the Month Club. Grapes of Wrath, Winter of our Discontent, Tortilla Flat, Of Mice and Men, The Long Walley, East of Eden, Travels with Charley. Fallegar og vel með farnar útgáfur. Ekki hef ég grun um hvað ég borgaði fyrir þetta á sínum tíma, en finnst sjálfsagt að fá svona 5000 kr (ódýrt!) fyrir allt heila klabbið.
Þess má svo til gamans geta að Stephin Merrit, forsprakki Magnetic Fields, samdi lagið "Scream and run away" fyrir A Series of Unfortunate Events, undir heitinu The Baudelaire Memorial Orchestra. Hann samdi svo lög sem heyra má á hljóðbókarútgáfunum undir heitinu The Gothic Archies. "Scream and run away" má heyra og melta hér, meðan þið hugleiðið þessi kostaboð.
[MP3] The Gothic Archies - Scream and run away
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)