Indiepopp dagsins - La Casa Azul

Enn á ný höldum við til Spánar og heilsum upp á Elefant útgáfuna. Flaggskip Elefant er án efa hljómsveitin La Casa Azul:

Ég hef alltaf haft dálæti á myndböndum þar sem hljóðfærin eru augljóslega ekki í sambandi við neitt, og jafnvel má draga í efa að fólkið kunni að spila á þau yfirleitt. Litagleðin er líka framúrskarandi stórkostleg, og blöðrurnar klikka ekki. Eina sem klikkar er helvítis Vocoder-inn, en það apparat fer iðullega í mínar fínustu.

En það er ekki allt sem sýnist. Eftir nokkurra ára sigurgöngu þar sem hljómsveitin hafði reyndar aldrei komið fram á tónleikum, þá opinberast það mörgum aðdáendum til sárra vonbrigða að tannkremskrakkarnir eru bara plat. Þau spila ekki á hljóðfærin og hjartaknúsarinn Óscar syngur ekki sjálfur. Það sem meira er, þau eru öll vélmenni! Meira um það á morgun ef veður leyfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

That was such a cute happy song!

Lissy (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband