20.4.2010 | 10:56
Indiepopp dagsins - Juniper Moon
Ein undirtýpan af hinu annars frábæra indiepoppi er svokallað popp-pönk. Að öðrum ólöstuðum þá var Juniper Moon ein besta slíka sveitin en hún er núna illu heilli hætt störfum. Meðlimir þeirrrar sveitar eiga þó eftir að koma við sögu hér aftur innan skamms. Sveitin a tarna var frá Ponferrada á Spáni. Hún gaf bara út eina plötu, og fékk einnig inni á Rough Trade safnplötu og á tímabili leit út fyrir að hún næði almennri hylli í hinum enskumælandi rokk heimi einnig. Kíkjum á eitt hresst lag með bandinu:
Ef þetta blæs ekki sokkana af ykkur, hlustið þá á lagið "A veces sí, a veces no" (hvað svo sem það nú þýðir). Eins og sönnum indiepoppurum sæmir þá er auðvitað kjánalegt orgel undir öllum látunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.