Indiepopp dagsins - Papa Topo

Papa Topo er nýjasta æðið frá Spáni. Þetta eru tveir krakkar sem varla hafa skriðið upp úr táningsárunum, Adriá og Paula. Adriá uppgötvaði indiepopp þegar hann var bara 13 ára, og þetta höfðaði svona líka vel til hans. Lagið þeirra "Oso Panda" er æðislegt dæmi um velheppnað Twee Popp, meðan annar smellur frá þeim er pönkaðri, einskonar Twee pönk. Og hvað er svo þetta Twee sem allir eru alltaf að tala um? Jú, þetta er einskonar barnaleg DIY popptónlist, oft með þessu pönk elementi sem einkennist af því að það skiptir ekki máli hvað þú getur heldur hvað þú gerir. Það vantar því stundum upp á kunnáttu hljómsveitarmeðlima á hljóðfæri. Á móti kemur galsafull spilamennska og oftar en ekki ómótstæðilega minnisstæðar laglínur. Það er allt látið flakka, og markaðslögmál látin lönd og leið.

Hérna segir Adrá frá því hvernig þetta atvikaðist:

“I’ve been listening to indie-pop since I was 13 or 14, and I started listening by coincidence: I read an article about independent cinema in the magazine Fotogramas and, since I didn’t really know what indie meant, I Googled it. One of the first groups I found was CAMERA OBSCURA, and that was really important for me: thanks to them I discovered other groups on the Elefant label and when CAMERA OBSCURA played in Mallorca in 2006, that was the first concert I went to without my parents. I think it was one of the concerts I’ve enjoyed most in my life. Since then my musical taste has gone on evolving and I’ve discovered twee pop, which is what I listen to most. Apart from that, I listen to (and am influenced by) other styles like riot grrrl, punk pop and yé-yé. Here on the island there weren’t any other teenagers who were listening to what I was (or at least none that I knew of), but I kept giving my friends music to listen to and now all of the people I hang out with listen to the same kind of stuff.”

Kíkið á myndbandið við hið ÓMÓTSTÆÐILEGA lag "Oso Panda". Varúð, það inniheldur talsverðar blóðsúthellingar:

Ennfremur segir Adriá, og þetta lýsir skemmtilega því hvað Twee poppið gengur út á:

“I’m a rebellious teenager and I like pop. I spend my time with toy instruments that I collect (and some are things I held onto from my childhood), writing and recording silly songs that make me momentarily happy. I’m a defender of DIY and the lo-fi sound. My songs are usually about: corny love and stories about animals.

Hérna er svo annað lag sem er mikið hressara og pönkaðra. Ég mæli alveg hrikalega með báðum þessum lögum, þetta band á eftir að ná langt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Upps,því miður er þetta hundleiðinlegt.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 24.4.2010 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband