And Also The Trees

And_Also_The_Trees-734418Meðan við hinkrum eftir að vita eitthvað um hljómsveitina Vér Eðlum Oss, er ekki úr vegi að kynna fyrir ykkur And Also The Trees. Ef ég man rétt þá heyrði ég fyrst í þeim í útvarpsþættinum Prógramm sem var á dagskrá á sunnudögum á Útvarpi Rót, fm 106.8. Það hefur væntanlega verið árið 1989 þegar tónlistarsmekkur minn tók sem stærstum breytingum. Sigurður Ívarsson sá um þáttinn og vann einnig í Gramminu á þeim tíma, og endaði með að hann seldi mér fyrstu plötu hljómsveitarinnar eftir að ég var búinn að spila útvarpsupptökuna í tætlur.

Sveitin var stofnuð 1980 í sósuhéraðinu Worcestershire í Englandi, og fyrsta plata þeirra var pródúseruð af Lol nokkrum Tolhurst sem flestir ættu að þekkja úr The Cure. Þeir hituðu einnig upp fyrir The Cure á einhverjum túrnum árið 1981. Fyrstu plöturnar þeirra innihalda margan gullmolann en flest það sem kom út eftir fjórðu plötuna hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Þær einkenndust af myljandi þungum bassa, gíturum vaðandi í flanger-, chorus og delayeffectum og drungalegum textum sungnum með drungalegri röddu. Eitthvað hafa þeir svo róast með árunum og fimmta platan þeirra var svo mikil vonbrigði að ég losaði mig við hana aftur.

Það ku vera ný plata væntanleg frá þeim í haust, og nýverið kom út DVD diskur með upptökum af tónleikum þeirra í Genúa árið 2003. Hann inniheldur:

pic4Gone like the swallows
Maps in her wrists & arms
Brother fear
Genevieve
Feeling fine
A room lives in Lucy
In my house
Slow Pulse Boy
The willow
The untangled man
The obvious
The reply
Virus meadow
Wallpaper dying

Hér eru svo nokkur tóndæmi með sveitinni, ég mæli alveg sérstaklega með Slow Pulse Boy sem húkkaði mig upphaflega.

Af sjáf-titluðu plötunni (1984): Impulse of Man 
Af Virus Meadow (1986): Slow Pulse Boy
Af Millpond Years (1988): The House of the Heart
Af Further from the Truth (2003): The Untangled Man

Heimasíða sveitarinnar
Wikipedia

Hérna er svo ægilegt tónleikamyndband með þeim af YouTube, þar sem þeir leika og syngja "Dialogue" af plötunni The Klaxon:

Textinn við Slow Pulse Boy, takið eftir óvenju litríku myndmálinu:

Somewhere the blast furnace explodes
Plumes of amber in the night sky
Each explosion bounces
From horizon to horizon
From horizon... to horizon
And for a while, the slow pulse boy
Stood by the window
And let the fire sink into his skin
Again all was still
But for the empty tin
Rolling up and down a gutter
On the breeze

Then we were standing very close
I could live in the space
Between his heartbeats
Outside the blast furnace erupts again
And dark red rivers
Filled our veins with frenzy
We could tear up the floors
And find all the things we'd ever lost

And the fire burns in our jack boots
So we chase the explosions
From horizon to horizon
Wrap ourselves around the distance
For as long as we can hold

Somewhere a girl is singing
There is calm in the air
But there is greater calm than I can bear
Tomorrow the sun shines


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband