The Besties

besties2The Besties, frá Brooklyn, eru væntanleg hingað til lands um miðjan ágúst til tónleikahalds. Þarna er alveg stórskemmtileg hljómsveit á ferð, sem vakið hefur nokkra athygli að undanförnu, en flokka mætti tónlist þeirra undir það sem er kallað Twee Pop. Einhversstaðar sá ég þá skilgreiningu á orðinu "twee" að það væri "overly precious and nice". Fyrsta platan þeirra var gefin út í fyrra af Skipping Stones Records, og í ár gáfu þau út sjö tommu hjá Hugpatch.

Á plötunni a tarna notast þau við skemmtilega gervilegan trommuheila, en einnig eru tvö hljómborð, gítar og öll syngja þau, en áberandi eru þó stúlkurnar, Marisa og Kelly. Í fyrra bættu þau svo við trommuleikaranum Frank sem keyrir alla leið frá Boston til NYC til að æfa. Í sumar eru þau á túr um Bandaríkin, en fara svo til Bretlands og Svíþjóðar, þar sem þau spila meðal annars á Emmaboda festivalinu.

Platan þeirra, sem heitir Singer, inniheldur m.a. lögin "Prison Song", "Space Song", "Western Song", "Pirate Song" og "Zombie Song" svo það má segja þau fari ótroðnar leiðir í efnisvali, en allir eru textarnir þó um klisjukennda hluti í meira lagi.

"Zombie boy, i cant get you out of my head,
zombie boy, sometimes you make me wish i was dead"

Nú eða:

"Tap tapping on your plastic helmet
trouble breathing from the lack of atmosphere
baby, we can climb aboard your rocket
honey, you can take me far away from here

It gets so lonely on the red red planet
nothing to do, nothing to see. no place to go
baby, i wanna end up in your orbit
see my planet dissapear so far below"

Hljómurinn þeirra er afskaplega naívur, og skemmtilega svo. Þau nota bara trommuheilann sem fylgir með hljómborðinu, sem þau kölluðu "Shitkicker", og er alveg nákvæmlega sama þótt það hljómi hallærislega. Lögin eru barnaleg og einlæg, og hljómsveitin er afskaplega skemmtileg á tónleikum.

Kíkið á myndbandið við Prison Song, eða sækið það hér, ef þetta javascript embed drasl virkar ekki.

Heimasíða The Besties
The Besties á Myspace
The Besties á tónleikum í Cakeshop, NYC

MP3: Space Song
MP3: Sweden Song
MP3: Prison Song


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður mætir á tónleikana í túttum og lopapeysu og reynir að vera gáfulegur með öllum hinum krúttunum :)

Egill Harðar (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband