Tónleikar á Gauknum 9unda ágúst

Jan Mayen, Tilburi og Dýrðin troða upp á Gauknum þann 9unda ágúst næstkomandi. Jan Mayen er nú óþarfi að kynna, og flestir ættu að kannast við Dýrðina. Öðru máli gegnir um Tilbura og það er því ekki úr vegi að kíkja nánar á hana hér.

Hljómsveitin a tarna var stofnuð líklegast 1991 eða þar um bil. Undirritaður var þá bassaleikari sveitarinnar og raddböndin þandi Róbert nokkur Douglas nú betur þekktur sem einn áhugaverðasti kvikmyndaleikstjóri þjóðarinnar. Tilburi tróð á þessum árum upp með sveitum eins og Kolrössu Krókríðandi, Púff og Curver. Veraldarkeröld útgáfan gaf svo út 7 tommu vínyl plötu með þeim árið 1994 og hljómsveitin hætti svo störfum um árabil.

Fyrir nokkrum árum kom svo bandið saman aftur, og nokkrar mannabreytingar urðu, þannig að nú er sveitin skipuð Jónasi Vilhelmssyni, trommara, Þorra sem syngur, Mounir leikur á gítar og Stebbi er á bassa. Stebbi þessi er mörgum að góðu kunnur úr sveitinni Sagtmóðigur. Jónas lék á trommur með Soma (sem átti smellinn Grandi, Vogar árið 1997). 

Þeir félagar voru nýverið í stúdíói að taka upp grunna að nokkrum lögum og það er óskandi að þeir fái einhvern til að gefa þetta út hið fyrsta, því þarna er fjöldinn allur af fínum lögum á ferðinni. Þeir eru ennfremur þrusuþéttir á tónleikum, miklu betri en þegar ég var í bandinu. Einkar gaman er að fylgjast með hinum knáa trommara Jónasi en litlu má muna að trommusettið brotni í spón þegar hann er kominn í stuð.

Hérna eru tvær upptökur með bandinu, og fleiri er að finna á Myspace síðu sveitarinnar:

MP3: Tilburi - Meðfram Tjörninni
MP3: Tilburi - Lífskúnstner

Og svona til að hafa það alveg á hreinu þá eru tónleikarnir á Gauknum, fimmtudaginn 9unda ágúst. Það ku kosta 1000 kr. inn og mæting er eigi síðar en 21.00.

Tilburi á Myspace


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband