31.8.2007 | 09:08
Tónleikar til styrktar Úlfi Karlssyni
Mr. Silla, Reykjavík!, Pornopop, Mínus, Singapore Sling, Bacon og The Way Down. 6. október í Iðnó.
Eftirfarandi skeyti barst mér frá Gísla Sigurjónssyni rétt í þessu:
Úlfur C Karlsson tón- og myndlistamaður hefur strítt við hvítblæði seinustu ár. Eins og gengur hefur hann gengist undir ótal læknismeðferðir og verið inn og út af sjúkrastofnunum í gegn um þennann tíma. Hann er fjölskyldufaðir og hefur konu og barn fyrir að sjá en hefur sökum veikinda sinna lent illilega úti fjárhagslega og nú er svo komið að þessi litla fjölskylda er að þrotum komin. Ég er í forsvari fyrir nokkra vini og félaga Úlfs sem komum saman og viljum sýna í verki samhug og stuðning með Úlfi í þessum þrautum sem hann og fjölskylda hans ganga í gegnum. Grunnhugmyndin er sú að erfiðleikarnir sem fylgja slíkum veikindum hljóti að vera hverjum manni nóg raun, fjárhagslegar áhyggjur í ofanálag er eitthvað sem við getum ekki horft upp á aðgerðalaus.
Af þessum orsökum söfnuðumst við saman til að halda þess tónleika, til þess að safna í sjóð til þess að Úlfur og kona hans þurfi ekki að hafa eins miklar fjárhagslegar áhyggjur í ofanálag við allt það erfiði sem fylgir því að stríða við jafn erfiðann sjúkdóm. Allir sem koma fram gefa vinnu sína og eru allir tengdir Úlfi í gegn um vin- eða kunningskap.
Ég hvet fólk eindregið til að mæta og styðja Úlf og fjölskyldu. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda Gísla póst á gisli@onno.is.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.