Professor Pez á leið til Íslands

professorpez_small

 

 

 

 

 

 

 

 

Professor Pez er indípopp band frá Bergen í Noregi. Í nóvember mun hljómsveitin gera strandhögg á Íslandi á leið sinni í tónleikaferðalag um austurströnd Bandaríkjanna, og spilar á Organ þann 7. nóvember. Af íslenskum hljómsveitum þá er ég ekki frá því að þau eigi sér einhverja hliðstæðu í Benna Hemm Hemm.

Sveitin gaf út sína fyrstu plötu hjá Galant Records árið 2004, og bar hún hetiið Let us follow the evil balloon. Næsta plata hét We found the beach, where is the sea? og núna í haust er væntanleg þriðja plata sveitarinnar, en á henni verður smellurinn Papillon sem þegar er farinn að vekja talsverða athygli á sveitinni þar ytra og vonandi víðar.

Textar sveitarinnar eru skemmtilegir og eru svoldið eins og þeir séu samdir af 15 ára tölvunörd sem les vísindaskáldsögur, í það minnsta á fyrstu tveimur plötunum. Næsta plata, sem ber heitið Hordaland, ku vera nokkurs konar þemaplata, þar sem allir textarnir fjalla um atburði í heimahéraði þeirra, Hörðalandi. Petter Saetre, forsprakki sveitarinnar, lýsir henni sem nokkurs konar norskri útgáfu af Michigan og Illionois plötum Sufjan Stevens. Papillon fjallar til að mynda um flótta úr fangelsi nokkru á Ulfsnes eyju í Osterøy firði sem er ekki langt frá Bergen.

Það verður stuð að sjá bandið á tónleikum, en þangað til getið þið hlustað á nokkur lög. Að öðrum ólöstuðum þá mæli ég með "The Perfect Test" ef lítill tími er til að hlusta. "Looking at Stars" er líka ljómandi falleg ballaða. Og hin lögin eru alveg súper líka. Lagið "Papillon" er svo hægt að "streama" á Myspace.

MP3: Professor Pez - Indiepopkids
MP3: Professor Pez - The Perfect Test
MP3: Professor Pez - Imperial Airways
MP3: Professor Pez - Looking at Stars

[Professor Pez á Myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband