29.9.2007 | 17:41
The Magic Numbers
The Magic Numbers ku vera að koma til Íslands til tónleikahalds, sömu helgi og Iceland Airwaves er. Eitthvað þótti það á huldu hvort þetta væri hluti af Airwaves, en tónleikarnir verða haldnir í Fríkirkjunni.
Nú hef ég aldrei í Fríkirkjuna komið, svo ég muni. Er þetta góður tónleikastaður? Ég er að furða mig á að svona popphljómsveit spili þarna, er kannski svona mikið stuð í Fríkirkjunni? Það gæti þá verið gaman að sjá I Adapt eða Ham spila þar einhvern daginn.
Magic Numbers þekki ég svosem ekki neitt. Eitthvað rámaði mig í að hafa séð nafnið á rápi mínu um tónlistarblogg, og mikið rétt, sveitin hefur skotið upp kollinum á Indie Laundry, þar sem hinn rammíslenski Arnar gerir þeim skil. Ég náði mér þar í nokkrar hljóðskrár með bandinu, og er nú ekkert að kafna úr hrifningu, þetta er ósköp venjulegt og litlaust eitthvað finnst mér, sér í lagi lagið "Most of the Time" sem er einna helst fallið til að svæfa mann.
Þar með líkur minni umfjöllun um Magic Numbers. Mér þætti hinsvegar gaman að heyra í fleirum hvað þeim finnst þetta band hafa til brunns að bera.
MP3: The Magic Numbers - This is a Song
MP3: The Magic Numbers - Take a Chance
MP3: The Magic Numbers - Most of the Time
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.