8.10.2007 | 18:21
Pants Yell!
Pants Yell! frá Cambridge í Massachussetts komu hingað til lands í fyrrasumar og spiluðu með The Foghorns og Dýrðinni á Cafe Amsterdam. Bart Cameron var alveg rosalega hrifinn af þeim, en ég hef líka aldrei séð hann jafn drukkinn og það kvöld, gott ef það voru ekki kveðjutónleikar The Foghorns sama kvöld, en Bart var þá að flytja til USA einhverjum dögum síðar.
Pants Yell! voru þá að koma úr túr um Svíþjóð og Bretland, og spiluðu meðal annars á Emmaboda festivalinu. Tónleikar þeirra hér fóru ekkert mjög hátt, en þau komu hingað á mínum vegum og ég kunni ekkert að plögga. Þau fengu hinsvegar að skoða hverina hjá Krísuvík og hesta í Grindavík áður en þau flugu af landi brott. Þá voru þau með afar skemmtilegan kvenkyns trommara, Carly, sem hefur nú yfirgefið bandið. Andrew Churchman er heilinn á bakvið bandið og afar laghentur lagasmiður. Sterling Bryant spilar á bassa og seinast þegar ég vissi mátti hitta á hann í þeirri eðalbúllu Cake Shop í New York þar sem hann var að vinna, og þar sem bandið mitt spilaði í október í fyrra.
Þau gáfu út stórgóða pötu í fyrra sem hét Recent Drama, og þann 4 desember kemur næsta plata á vegum Soft Abuse. Platan ku heita Alison Statton í höfuðuð á söngkonu Young Marble Giants. Fyrsta lagið af plötunni, "Magenta and Green", er farið að birtast á tónlistarbloggum víðsvegar og lofar góðu:
[MP3]: Pants Yell! - Magenta and Green
[MP3]: Pants Yell! - Kids are the same (af Recent Drama)
[MP3]: Pants Yell! - Your feelings don't show (af Recent Drama)
[MP3]: Pants Yell! - My Boyfriend writes Plays (af Songs for Siblings)
[Pants Yell! á Myspace]
[Nýja platan hjá Soft Abuse]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.