[MP3] Yukatan

yukaEin uppáhalds íslenska hljómsveitin mín er og verður Yukatan. Sveitin var stofnuð 1992 og gerði sér lítið fyrir og vann músíktilraunir árið eftir. Að launum fengu þeir 25 tíma í stúdíói sem þeir notuðu til að taka upp fyrstu og einu plötu sína, Safnar Guðum, Safnar Frímerkjum sem var gefin út hjá Smekkleysu það sama ár. Illu heilli þá lagði sveitin upp laupana 1994 og hefur ekki sést síðan nema hvað þeir spiluðu í 10 ára starfsafmæli hjá Curver í einhverju listasafni fyrir allmörgum árum síðan.

Platan a tarna hefur ávallt verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ratar reglulega í geislaspilarann, ávallt verulega hátt stillt. Mér til mikillar undrunar poppuðu þeir svo upp á Myspace nýverið.

Meðlimir sveitarinnar hafa ekki setið á höndum sér síðan þá, Óli Björn trommari, oft kallaður Óbó, hefur lamið húðirnar með ýmsum sveitum s.s. Unun, Stórsveit Nix Noltes og Benna Hemm Hemm, og gítarleikarinn og söngvarinn Reynir þeytir flösu með þungarokksbandinu Perfect Disorder.

Fátt vildi ég frekar en að sjá þessa sveit einu sinni enn á tónleikum. Þangað til það gerist er ekki úr vegi að ylja sér við nokkur lög:

[MP3] Yukatan - Tunnels
[MP3] Yukatan - House

Heimsækið þá á Myspace og segið þeim að drullast til að gera eitthvað:

[Yukatan á Myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband