[MP3] The Pains Of Being Pure At Heart koma til Íslands

pains_forsidaThe Pains of Being Pure at Heart frá New York eru að gera það gott núna, og þau lenda á Íslandi þann 1st mars. Sveitin spilar á Organ það sama kvöld ásamt Singapore Sling og Lada Sport. Þeim er gjarnan lýst sem léttari útgáfu af Jesus and Mary Chain, það er svipaður fílingur í tónlistinni, þungur trommuheili og veggur af gítar. Meðal áhrifavalda nefna þau einnig sveitir eins og Teenage Fanclub, The Ramones og Nirvana.

Sveitin var stofnuð í mars á seinast ári sérstaklega til að spila í afmælisveislu Peggy Wang, en hún leikur á hljómborð og syngur bakraddir. Þetta small svona líka vel saman og þau ákváðu að halda áfram, og gáfu fljótlega út EP disk sjálf, og stuttu seinna gaf Cloudberry Records út smáskífu með þeim. Síðan þá hefur jákvæðri gagnrýni rignt yfir þau, og nú eru þau á leið til Bretlands í túr. Tvær smáskífur eru þegar í bígerð á þessu ári og þau hyggjast hefja vinnslu á breiðskífu fljótlega eftir heimkomuna.

Hljómsveitin nýtir sér netið óspart og hefur dreift lögunum ókeypis þar, og hér eru einmitt þrjú lög til að hita upp:

[MP3] The Pains of Being Pure at Heart - This Love is Fucking Right
[MP3] The Pains of Being Pure at Heart - The Pains of Being Pure at Heart
[MP3] The Pains of Being Pure at Heart - Doing all the Things that wouldn't make your Parents Proud


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband