7.2.2008 | 21:46
[MP3] Twee Tími - Acid House Kings
Ég hef gjarnan viljað meina að Twee sé hið nýja pönk. Það skiptir nefninlega oft ekkert máli þótt viðkomandi kunni ekki á hljóðfæri, eða þau séu ekki rétt stillt. Trommarinn þarf ekki endilega að halda takti, svo lengi sem útkoman er sæmilega catchy popplag. Og það er vissulega enginn hörgull á svona böndum, og flestir fussa og sveia yfir þeim því að útkoman þykir ekki nógu vönduð, jafnvel fólk sem ólst upp við pönk og ætti manna best að skilja að það sem skiptir máli er hvað maður gerir, ekki hvað maður getur.
Hitt er svo annað mál að Twee á sér líka bönd sem leggja mikinn metnað í vandaðar lagasmíðar og upptökur. Ein slík sveit er hin Sænska Acid House Kings. Ég væri líklega ekki að skjóta langt framhjá markinu með að segja að þau sæki einhver áhrif í lyftutónlist sjöunda áratugarins, og tískustrauma þess tíma. Bandið er orðið hrumt af elli ef marka má "bíóið" þeirra, stofnað árið 1991. 4 plötur hafa litið dagsins ljós og sú fimmta er væntanleg fyrri hluta þessa árs. Sú staðreynd að þau hafa bara gefið út 4 plötur á 17 árum skýrist af því hve mikið er vandað til verka við útgáfuna. Árið 2001 fjárfestu þau í sínu eigin stúdíó til að geta eytt sómasamlegum tíma í verkin. Fyrsta platan hét "Pop, look and listen", og sú seinasta "Sing along with the Acid House Kings". Þau eru núna á mála hjá Labrador Records í Svíþjóð sem einnig gefur út hina ágætu sveit Sambassadeur. Hér eru nökkur lög með Acid House King, rænt af Last FM.
[MP3] Acid House Kings - This and That
[MP3] Acid House Kings - Do what you wanna do
[MP3] Acid House Kings - Sunday Morning
[MP3] Acid House Kings - Say yes if you love me
[MP3] Acid House Kings - This Heart is a Stone
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.