13.2.2008 | 23:41
[MP3] Twee Tími - Club 8
Johan Angergård úr hljómsveitinni Acid House Kings er sannarlega ekki við eina fjölina felldur, heldur mætti segja hann sé þúsund þjala smiður þegar kemur að popptónlist. Hann gefur út undir heitinu The Legends og er annar helmingur dúósis Club 8 ásamt Karolinu Komstedt. Saman hafa þau gefið út samtals 6 plötur og eru á leið í túr sem kemur við m.a. á Spáni og í Japan sem og Zaragoza, sem ég veit ekki hvar er en giska á að sé í Panama (ef mark er takandi á textasmíði Dr. Gunna í S/H Draumi). Dúettinn var stofnaður 1995 og seinasta platan þeirra, The boy who couldn't stop dreaming, hefur fengið afbragðsdóma. Þetta er náttúrulega keimlíkt Acid House Kings, og að sama skapi vel til þess fallið að slaka á við eftir eftir erfiðan vinnudag. Af eftirfarandi lögum mæli ég sérlega með "Whatever you want".
[MP3] Club 8 - Spring came, rain fell
[MP3] Club 8 - Whatever you want
[MP3] Club 8 - What shall we do next
[Club 8 á Myspace]
[Viðtal við Karolinu á indie-mp3.co.uk]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.