16.3.2008 | 18:52
[MP3] Faunts
High Expectations/Low Results er heitið á frumburði kanadísku hljómsveitarinnar Faunts. Mér finnst ég endilega hafa rekist á nafn plötunnar í íslenskum fjölmiðli einhverntíman, en er þó viss um að hafa hvergi séð minnst á Faunts hér heima áður. Platan a tarna leit dagsins ljós árið 2005 og þrátt fyrir titilinn þá virðast allir sammála um að afraksturinn er prýðisgóður.
Bandið var stofnað haustið 2000 af bræðrunum Tim og Steven Batke og hafa þeir verið kjarninn í sveitinni alla tíð síðan. 2006 kom út EP plata en síðan hefur verið nokkuð hljótt um sveitina utan að lag með þeim var notað í XBox tölvuleikinn Mass Effect í fyrra, og tilnefnt til verðlauna sem slíkt.
Tónlistin er draumkennd í meira lagi, sigur rós gæti poppað upp í hugann á köflum. Vonandi halda þeir áfram á sömu braut og þá er ég viss um að þeir skjótast upp á stjörnuhimininn. Persónulega held ég mest upp á "Of Nature" og "What I'd Love to Hear You Say."
[MP3] Faunts - Instantly Loved
[MP3] Faunts - What I'd Love to Hear you Say
[MP3] Faunts - Of Nature
[MP3] Faunts - Memories of Places We've Never Been
[MP3] Faunts - Will you Tell me Then
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.