[MP3] Skógláp - Secret Shine

secretshine

Ég má ţakka ţađ Fróđa heitnum Finnssyni ađ ég uppgötvađi Shoegaze tónlistarstefnuna almennilega fyrri hluta 10unda áratugarins. Ţá bjó hann til handa mér mix-teip međ snillingum eins og Ride, Slowdive, My Bloody Valentine og Boo Radleys og ţýddi ţetta upp á íslenskuna sem Skógláp. Ţađ ku hafa veriđ penni á NME sem gaf tónlistarstefnunni ţetta nafn, og ţá í hćđnistón. Ţannig var mál međ vexti ađ hljómsveitarmeđlimir, sem áttu ţađ til ađ vera feimnir í meira lagi, störđu helst niđur á skóna sína, gjarnan međ hárlubba fyrir andlitinu, međan ţeir ţrusuđu út vegg af gítarhávađa sem smurđur var effectum s.s. flanger, delay og chorus.

Ţrátt fyrir allan hávađann hefur mér alltaf fundist Shoegaze vera falleg tónlist, ţađ er ekki reiđi eđa ofbeldi sem einkennir hana, og oftast má undir hávađaveggnum greina hugljúfar sönglínur, oftar en ekki kvenmannsrödd, en ekki frussandi reiđiöskur eins og tíđkast í flestum öđrum gerđum hávađarokks.  

Eitt slíkt Skógláps band er Secret Shine frá Bristol í Bretalandi. Bandiđ var stofnađ 1990 af Jamie Gingell og Scott Purnell. Ţeir tóku upp demó og sendu á útgáfufyrirtćkiđ Sarah Records sem tók ţeim fangandi og gaf út smáskífuna After Years áriđ 1991. Ţeir höfđu ţá fengiđ til liđs viđ sig bassaleikara, trommara og bróđur Scott, Dean, á gítar. Tvćr ađrar smáskífur fylgdu í kjölfariđ og síđan bćttist viđ söngkonan Kathryn Smith fyrir smáskífuna Loveblind sem afrekađi ađ komast á UK Indie Top 20 listanum. Fyrsta stóra platan, Untouched, kom út 1993 og eftir nokkar mannabreytingar var henni fylgt eftir međ Greater than God EP, en ţá henni var trommarinn Tim Morris genginn til liđs viđ sveitina, ţótt hann hafi ekki leikiđ inn á upptökurnar. Sveitin hćtti svo störfum áriđ 1996.

Áriđ 2004 kom út á vegum Claire Records safnplata međ sveitinni, og vaknađi ţá áhugi hjá ţeim á ađ byrja aftur ađ spila saman, en ţađ gekk heldur losaralega, ţar til ađ Tim Morris lést sviplega í vinnuslysi í febrúar 2005. Ţau tóku sig ţá til og hljóđrituđu 8 laga plötuna Morris til minningar um hann, og gáfu hana út sjálf. Eftir ţađ varđ ekki aftur snúiđ. Hljómsveitin túrađi um Bandaríkin haustiđ 2006, og er akkúrat í ţessum töluđu orđum ađ túra ţar aftur, í ţetta skiptiđ  m.a. á SxSW hátíđinni í Texas sem nú er ný afstađin.

8. apríl nćstkomandi lítur svo dagsins ljós fyrsta eiginlega breiđskífa ţeirra síđan 1993, og ber hún heitiđ All of the Stars, og hćgt er ađ panta hana nú ţegar á secretshine.co.uk.

Secret Shine sá ég leika á tónleikum í Brooklyn áriđ 2006 og ţađ var guđdómlegur hávađi. Ef ţiđ hafiđ gaman af My Bloody Valentine, Lush, Ride, Chapterhouse og/eđa Jesus and Mary Chain ţá er ţetta rakiđ dćmi. Ef ekki, ţá er tími til kominn ađ safna hári ofaní augu og kíkja á skóna sína.

[MP3] Secret Shine - Adored (af EP plötunni Elemental 2006)
[MP3] Secret Shine - Lost Memory (af EP plötunni Beyond Sea and Sky 2006)
[MP3] Secret Shine - Liquid Indigo (af EP plötunni Greater than God 1994)  
[MP3] Secret Shine - Deep Thinker (af sömu plötu)

Ţađ má glöggt heyra My Bloody Valentine áhrifin í Liquid Indigo, svo mikiđ ađ fólki hreinlega blöskrar núna, enda er ţetta nú ţekkt sem trademark sándiđ á Loveless plötu MBV.

Frábćran safndisk međ eldra efni Secret Shine, After Years, má finna hjá tonevendor.com. Hann inniheldur alla Untouched plötuna, Greater than God EP plötuna sem og tvćr smáskífur.

[Secret Shine á Myspace]


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband