[MP3] The Sound of Arrows

soundofarrowsNýjasta flaggskipið í flota Labrador útgáfunnar sænsku, er dúettinn The Sound of Arrows.

Þeir félagar Stefan Storm og Oskar Gullstand kynntust í "einum leiðinlegasta bæ Svíþjóðar", Gävle. Þeir byrjuðu að gera tónlist saman síðla árs 2006, en þá fengu þeir þá hugmynd að sampla kórtónlist af Youtube og gera úr því jólalag. Þeir félagar voru ekkert sérstaklega færir í upptökum og kunnu lítið á tölvur, og lagið var því ekki tilbúið fyrr en hálfu ári of seint. Útkoman heppnaðist þó dável og samstarfið hélt áfram.

Frumburður The Sound of Arrows mun koma út hjá Labrador í Maí, en þangað til má smakka aðeins á laginu "Danger!".

[MP3] The Sound of Arrows - Danger!

[The Sound of Arrows á Myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband