20.3.2008 | 00:07
[MP3] The Pains of Being Pure at Heart
Einhverjir húmoristar mæltu með að þessi hljómsveit skipti um nafn hið snarasta. Nafnið langa er þó ekki að koma í veg fyrir vaxandi áhuga á bandinu hvarvetna, en sveitin lenti hér á landi þann 1sta mars og spilaði sama kvöld á Organ ásamt Lada Sport og <3 Svanhvít, við góðar undirtektir.
Hljómsveitin millilenti hér á leið heim til New York eftir túr um Bretland, þar sem var uppselt á flesta tónleika þeirra. Prógrammið þeirra var heldur stutt hérna sem skýrist af því að trommarinn þeirra þurfti að halda ferðinni áfram, og í hans stað fengu þau vin sinn sem var þeim samferða til að fylla upp í skarðið. Væntanlega er hann vanur trommari líka því hann stóð sig með prýði, en hann náði ekki að læra öll lögin með svona stuttum fyrirvara.
Sveitin var stofnuð fyrir eiginlega akkúrat ári síðan. Meðlimir hennar hlustuðu mikið á bresku sveitina Manhattan Love Suicides, og örlögin höguðu því þannig að sú sveit var á ferðalagi í NYC akkúrat þegar Peggi Wang átti afmæli. Þau slógu til mikillar veislu, buðu Manhattan Love Suicides að spila þar, og stofnuðu Pains til að hita upp. Restin er svo skrifuð í sögubækur. Með sveitunum tókst mikill vinskapur og Pains túruðu um Bretland með Manhattan Love Suicides núna síðast, og sú síðarnefnda er nú á leið til NYC að túra með Pains.
Hér eru nokkur lög sem ég fann hist og her með The Pains of Being Pure at Heart. Lagið "A teenager in love" er talsvert ólíkt hinum, mun meira poppað, og hljómar svo kunnuglega að ég taldi fyrst að þetta væri "ábreiða". Kannast einhver annar við þetta lag?
[MP3] The Pains of Being Pure at Heart - Orchard of my eye
[MP3] The Pains of Being Pure at Heart - This love is fucking right
[MP3] The Pains of Being Pure at Heart - The pains of being pure at heart
[MP3] The Pains of Being Pure at Heart - Doing all the things that wouldn't make your parents proud
[MP3] The Pains of Being Pure at Heart - A teenager in love
Hér er myndband af sveitinni að spila "Doing all the things..." á Organ 1sta Mars:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.