22.3.2008 | 13:44
[MP3] Club 8 aftur
Ég fer ađ verđa eins og biluđ plata í ţessum póstum mínum, skrifandi um sömu böndin aftur og aftur. En síđan ég ritađi seinast um Club 8 ţá ákvađ Labrador útgáfan ađ endurútgefa fjórar af fimm eldri plötum sveitarinnar, og ég lét til leiđast og eyddi peningum, sem hvort sem er voru fastir inni á Paypal reikningi, í ţessar skífur. Ég sé ekki eftir ţví, allar eru ţćr stórgóđar, og einnig hef ég síđan ţá fundiđ 5 önnur lög á netinu sem ekki fylgdu međ seinasta pósti.
Ég varđ ţess fljótt áskynja ađ ţrátt fyrir ađ tónlist Club 8 sé oft á tíđum hresst sólskinspopp, ţá býr ađ baki angurvćrđ og depurđ sem einna best kemur fram í textunum, en ţeir fjalla ósjaldan um horfnar ástir, ţađ ađ verđa gamall og glata ćskuljómanum, nú eđa einsemdina sem felst í sambandi fólks sem á ekkert sameiginlegt og stendur bara í stađ. Einhver gagnrýnandinn kallađi ţessa tónlist Valíum Diskó, og annar komst svona skemmtilega ađ orđi: "If this is sunshine pop, then its for a summer experienced through a dislocating haze of anti-depressants".
Allavegana, ég mćli hiklaust međ ţessum plötum, allar innihalda ţessar endurútgáfur glás af aukalögum, remixum og hvađeina, og ólíkt mörgum slíkum útgáfum ţá gefa aukalögin hinum ekkert eftir. Hér eru svo fleiri lög handa ykkur:
[MP3] Club 8 - Heaven (af The boy who couldn't stop dreaming, 2007)
[MP3] Club 8 - Saturday Night Engine (af Strangely beautiful, 2003 )
[MP3] Club 8 - Love in December (af Club 8, 2001)
[MP3] Club 8 - Jesus walk with me (Jimahl Remix af lagi á The boy who couldn't stop dreaming)
[MP3] Club 8 - Everlasting Love (af The friend I once had, 1998)
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.