[MP3] The Magnetic Fields

MagneticField_webThe Magnetic Fields byrjaði sem sólóverkefni Stephin Merrits árið 1990, en ári síðar var hann ásamt vinkonu sinni Claudiu búinn að setja saman live band.

Stephin þykir drumbslegur í meira lagi á sviði, þurrpumpulegur væri jafnvel gott orð yfir það. Sagt er að honum sé illa við hávaða, spili alltaf með eyrnatappa og haldi fyrir eyrun þegar klappað er fyrir sveitinni. Það skýtur því svoldið skökku við að seinasta plata sveitarinnar heitir Distortion, og inniheldur eins og nafnið gefur til kynna, lög þar sem hávaði og bjagaður gítar er í forgrunni.

Platan a tarna er heldur undarleg á að hlýða, hún er róleg og frekar drungaleg, og ekki allra. Hún hefur þó vakið mikla athygli á sveitinni sem var þó talsverð fyrir, en þreföld plata þeirra frá 1999, 69 Love Songs, þykir mikið meistaraverk. Á þeirri skífu var mikið notast við hljóðfæri eins og banjó, harmónikku, ukulele, selló, mandólín, flautu og fleira í þeim dúrnum, meðan á Distortion er notast við hefðbundin rokk hljóðfæri, þótt seint teljist þessi plata hefðbundin rokk plata. Ég botnaði ekkert í hvað var í gangi fyrst þegar ég hlustaði á hana, en hún vinnur mikið á við ítrekaða hlustun.

Ég gróf upp eftirfarandi MP3 á veraldarvefnum, öll af nýju skífunni. Mæli með að þið tékkið á þessu.  

[MP3] The Magnetic Fields - Please Stop Dancing
[MP3] The Magnetic Fields - California Girls
[MP3] The Magnetic Fields - Too Drunk To Dream


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband