[MP3] The Manhattan Love Suicides

manhattanlove

Ég rakst núna áðan á dóm á Drowned in Sound um tónleika með The Pains of Being Pure at Heart, sem ég hef ritað um hér áður. Skemmst er frá því að segja að þau fengu alveg glimrandi dóma þar. Tónleikarnir sem um ræðir hafa greinilega verið draumatónleikarnir mínir því þar kom einnig fram Horowitz, sem ég hef einmitt minnst á áður líka, og The Manhattan Love Suicides sem er nýjasta buzzið frá Bretlandi. Þau mætti segja að séu vinahljómsveit Pains, saman hafa sveitirnar túrað um Bretland og rokkað saman á nokkrum giggum í Bandaríkjunum líka.

Ég get alveg fullyrt það að Manhattan Love Suicides er geðveik hljómsveit. Hávaðinn er alveg með endemum, og þau ku spila eins og hvirfilbylur, öllu er lokið eftir svona kortér til 20 mínútur. Eins og aðrar sveitir sem ég held uppá þá sækja þau mikið í smiðju Jesus and Mary Chain og My Bloody Valentine, sem og 60's stelpuhljómsveitir s.s. Shangri Las og The Ronettes.

Hérna er Drowned in Sound review um gigg þessara þriggja sveita.

Hlýðum nú á tóndæmi. Persónulega mæli ég með "You'll never get that guy".

[MP3] The Manhattan Love Suicides - You'll never get that guy
[MP3] The Manhattan Love Suicides - Suzy Jones
[MP3] The Manhattan Love Suicides - Head over heels
[MP3] The Manhattan Love Suicides - Last stand
[MP3] The Manhattan Love Suicides - Kick it back

Og vídeó við lagið "Keep it coming":

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband