14.5.2008 | 22:51
[MP3] The Hot Puppies
Á ferðalagi um London í desember síðastliðnum datt ég inn á þrælfína tónleika. Þeir voru haldnir í Notting Hill Arts Club, sem ég hélt að væri einhverskonar risastór listasafn með málverkasýningum og leikhús sal. Ég labbaði hinsvegar tvisvar sinnum framhjá staðnum í lemjandi rigningu þar til búðareigandi hinu megin við götuna benti mér á staðinn. Þetta reyndist þá vera ómerkt kjallarahola, lítið stærri en íbúðin mín.
Þarna komu fram Olympians, sem fóru mest megnis fyrir ofan garð og neðan hjá mér, Santa Dog sem er þrælfínt band sem ég skrifa um seinna, og The Hot Puppies, sem ég er í stuði fyrir akkúrat núna. Gaman að segja frá því líka að myndin hér að ofan er tekin á þessu giggi.
Bandið var stofnað árið 2000 í bænum Aberystwyth í Wales, en þau hafa nú flutt sig um set og gera út bandið frá Cardiff. Þau gáfu út einhverjar smáskífur og hituðu upp fyrir Art Brut (sem ég þekki ekki en ku vera merk sveit) á túr um Bretland. Útgáfan Fierce Panda (sem mig minnir að hafi átt þátt í úrkynjun Kolrössu Krókríðandi undir það seinasta) gaf út fyrstu plötu þeirra, Under The Crooked Moon, í júlí 2006, og enn þann dag í dag vex vegur þeirra og stutt virðist vera í að The Hot Puppies slái almennilega í gegn.
Ég varð mér út um plötuna þeirra þarna, og það sem meira er um vert, smáskífuna King of England sem er alveg hreint framúrskarandi. Það lag finn ég hinsvegar ekki sem MP3 download, en hérna eru tvö lög af breiðskífunni:
[MP3] The Hot Puppies - Green Eyeliner
[MP3] The Hot Puppies - Terry
Og myndband við lagið "The girl who was too beautiful":
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.