Nýtt vídeó með Manhattan Love Suicides

mlsStuðboltarnir í Manhattan Love Suicides hafa frumsýnt glænýtt myndband við lagið "Clusterfuck", sem er sannast sagna ekki fyrir viðkvæma, jafnvel mér fannst nóg um á köflum. Þau hafa greinilega mikið gaman af svokölluðum Exploitation myndum.

Sveitin gefur svo á næstunni út hvorki meira né minna en 27 laga plötu sem ber heitir Burnt Out Landscapes, en hún verður mikið til samansafn af þeim aragrúa smáskífna sem bandið hefur gefið út. Ameríska umslagið af plötunni gefur að líta hér til hliðar, en hún verður gefin út beggja vegna atlantsála, af Magic Marker í USA og Squirrel Records í UK. Gaman er svo að segja frá því að TMLS eiga sjálf og reka síðarnefnda fyrirtækið sem hefur pungað úr samtals 18 plötum af ýmsu tagi í gegnum tíðina.

[Myspace]

Myndbandið ógurlega:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband