28.5.2008 | 20:33
[MP3] Juniper Moon
Ţá er mađur ađ jafna sig eftir árshátíđarferđ Vodafone til Alicante. Ţar vantađi nú ekki fjöriđ, dansađ uppi á borđum langt fram eftir nóttu. Gist var á 5 stjörnu hóteli međ risa golfvelli, og páfuglar spígsporuđu um garđinn og vöktu alla klukkan 7 á morgnana. Hótelgarđurinn var reyndar fallegasti hluti borgarinnar ţví ekki er Alicante mikiđ fyrir augađ, allstađar eru hálfkarađar vegaframkvćmdir en allan tímann sá ég engann í raun vinna viđ ţćr.
Ég er ekki týpan sem liggur og bakast á sólarströnd og átti betur viđ mig ađ labba um og skođa forláta kastalarústir sem ţarna eru á hćđ einni, en kastalinn ku upphaflega vera byggđur af Márum fyrir hartnćr ţúsund árum síđan. Annars var allt sem ég sá af Spáni frekar skrćlnađ og kyrkingslegt eitthvađ. Ólíklegt ţykir mér svo ađ margt merkilegra hljómsveita eigi uppruna sinn á Alicante.
Ponferrada heitir aftur á móti bćr talsvert norđar á Spáni ţar sem finna má ógrynni af fallegum köstulum, og ţađan er ćttuđ hin stórgóđa hljómsveit Juniper Moon, sem nú er illu heilli hćtt störfum.
Sveitin var stofnuđ 1997 af Söndru (gítar og söngur), Dado (gítar), Jamie (bassi), Ivan (trommur) og Evu (hljómborđ). Ţau gáfu út ţrjár smáskífur og eina breiđskífu undir merkjum hinnar virtu Elefant útgáfu, sem hefur á sínum snćrum m.a. ljómandi gáfumennaindie eins og Camera Obscura og Trembling Blue Stars, sem og Lucky Soul sem ég hef minnst á áđur. Sveitin vakti nokkra athygli fyrir kröftugt pönkskotiđ gítarpopp og bćđi John Peel og Steve Lamacq útvarpsfrömuđir hömpuđu bandinu, en ţrátt fyrir ţađ lögđu ţau upp laupana áriđ 2005.
Eva og Ivan stofnuđu svo hljómsveitina Linda Guilala og gítarleikarinn Dado leikur nú í bandinu Sportbilly. Hvorugt bandiđ kemst hinsvegar í hálfkvisti viđ Juniper Moon.
[MP3] Juniper Moon - El Resto De Mi Vida
Hér fylgir svo myndband viđ frábćrt lag sem heitir "Sólo una Sonrisa":
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.