30.6.2008 | 17:02
[MP3] Airwaves #9 - Young Knives
Young Knives hófu feril sinn undir heitinu Simple Pastoral Existence í smábænum Ashby-de-la-Zouch í Leicesterhire árið 1997. Þeim varð eitthvað lítið ágengt með því nafni, en náðu hylli almennings sem Young Knives á Truck Festival árið 2002. Þá fóru plöturnar að rúlla út, sumar þeirra unnar með Andy Gill, forsprakka hinnar virtu spasmapönksveitar Gang of Four, en sú sveit ku einnig hafa haft áhrif á Young Knives til að byrja með. Þeir hafa síðan verið að hita upp fyrir allskonar merkismenn s.s. Kaiser Chiefs, og önnur breiðskífan, Superabundance, leit dagsins ljós í mars á þessu ári. Sveitin er gjarnan smekklega klædd á sviði og tveir meðlimir með gleraugu. Af þeim sökum hefur tónlistin verið skilgreind sem "Geek Rock" en það á víst ekki við um neitt annað en útlitið. [MP3] Young Knives - She's attracted to Sjáum svo hvort ég get sett vídeó hérna skammlaust: [Myspace] |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.