[MP3] Radio de Outono

rad

Fyrst maður er á annað borð kominn til Brasilíu, þá er ekki úr vegi að kíkja aðeins til borgarinnar Recife í norð-austurhluta landsins og heimsækja hljómsveitina Radio de Outono. Nafnið ku þýða Útvarp Haustins, eða eitthvað í þá áttina. Tónlistin er popprokk undir áhrifum frá stefnum sem kallast Jovem Guarda sem ku vera brasilísk tónlistarstefna sem fór mikinn á seinni hluta sjötta áratugarins og einkennist af barnalegum textum og tyggjókúlumelódíum, er mér sagt.

Tyggjópopp er allavegana akkúrat rétta orðið yfir tónlist Radio de Outono. Þau hafa gefið út samnefnda EP plötu og tvær demó útgáfur, og voru seinast þegar ég vissi að leyta að útgefanda að stórri plötu, en það var vorið 2007. Ég sé ekki að sú breiðskífa sé komin út, og bandið hefur ekki loggað sig inn á myspace síðan í desember, svo hugsanlega heyrist ekkert meira í þeim.

Lagið "Além da Razão" er stórkostlegt popplag, og þýðist á engilsaxnesku sem "Edge of Reason". Ekki treysti ég mér til að þýða þetta gáfulega á íslensku, "Endimörk skynseminnar"? Nah.... ekki gott nafn á lag. En lagið er allavegana alveg endalaust grípandi, gríðarlegt hljómborðssóló, Big Muff effect á bassanum og stoppkafli sem stútar öllum öðrum stoppköflum (svokallaður "cliffhanger", 6 bít í stað fjögurra). Uppfullt af smekklega útfærðum klisjum. Og bandið virðist lítið sem ekkert þekkt í sínu heimalandi.

Það má svo benda á þá skemmtilegu staðreynd að það er enginn gítar neinstaðar í þessum lögum. Enda enginn gítarleikari. En hver þarf svosem gítar?

[MP3] Radio de Outono - Além da Razão
[MP3] Radio de Outono - Lady Basbara

Myndband við "Endimörk skynseminnar":

Nokkuð laglegar myndir af tónleikum sveitarinnar mér finna hér og hér. Og hér er viðtal við sveitina, það eina sem ekki er á portúgölsku. (Opnast allt í nýjum glugga, vúhú!)

[Myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband