[MP3] Nýtt lag frá The Pains of Being Pure at Heart

pains

Hávaðakrúttin með langa nafnið, The Pains of Being Pure at Heart, voru rétt í þessu að kynna til sögunnar demó af nýju lagi, "Gothenberg Handshake". Væntanlega verður þetta sama lag í endanlegri mynd á fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem er væntanleg innan skamms, og Þegar maður hefur sætt sig við að laginu er ekki drekkt í hnausþykku distortion eins og flest önnur lög frá þeim, þá hljómar þetta demó ekki ósvipað gömlu efni með The Cure, sem er að sjálfsögðu alveg ljómandi gott. 

Þau eru einmitt á leiðinni til Svíþjóðar í september og spila þá eflaust í mekka indiepoppsins; Gautaborg. Vonandi sjá þau sér fært að koma við hér aftur, en eins og alþjóð veit þá spilaði sveitin á vel heppnuðum tónleikum hér í mars ásamt <3 Svanhvít! og Lada Sport.

[MP3] The Pains of Being Pure at Heart - Gothenberg Handshake

[Myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband