Ringo Deathstarr vídeó og Youtube trick

Að embedda Youtube vídeóum er góð skemmtun. Þá semsagt tekur maður Youtube vídeó og birtir það á annari vefsíðu. Til þess þarf einungis að afrita svokallaðan "embed code" og setja inn á síðuna sína. Hér að neðan eru einmitt dæmi um "embedduð" vídeó.

Oft á tíðum er hægt að velja um það að skoða Youtube vídeó í hærri gæðum, og það á yfirleitt við um tiltölulega nýleg myndbönd. Hinsvegar, ef myndbandið er "embeddað" þá birtist það alltaf í standard (lélegum) gæðum, og getur það verið nokkuð fúlt.

HINSVEGAR, þá rakst ég nýlega á smá trikk til að breyta þessu.

Tökum sem dæmi þetta ágæta myndband með hljómsveitinni Ringo Deathstarr frá Austin í Texas. Standard HTML kóði til að embedda þetta tiltekna vídeó er svona:

<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/LnHW_u1AjAM&hl=en&fs=1"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/LnHW_u1AjAM&hl=en&fs=1" type="application/x-shockwave-flash" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object> 

Með því að bæta við kóðanum &ap=%2526fmt%3D6 fyrir aftan slóðirnar tvær þá birtist myndbandið í High Quality.

Sumstaðar er mælt með að nota &ap=%2526fmt%3D18 og það kann að virka í einhverjum tilvikum meðan &ap=%2526fmt%3D6 virkar í öðrum. Það er semsagt engin föst regla um það svo ég viti. Í þessu tilviki virkar það síðarnefnda.

Embed kóðinn verður semsagt (og hérna er viðbótin bold):

<object width="425" height="344"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/LnHW_u1AjAM&hl=en&fs=1&ap=%2526fmt%3D6"></param><param name="allowFullScreen" value="true"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/LnHW_u1AjAM&hl=en&fs=1&ap=%2526fmt%3D6" type="application/x-shockwave-flash" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>

Myndbandið við "Some kind of sad" með Ringo Deathstarr er hér í tveimur útgáfum, í neðra myndbandinu hefur &ap=%2526fmt%3D6 verið bætt við URL-ið í embed kóðanum, og það vídeó lítur mun betur út þegar það er spilað. Sniðugt, ekki satt?

 

Þekkir annars einhver sniðugt íslenskt orð yfir "embed"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér dettur í hug að hýsa....samanber bjóða einhverjum í húsið sitt/rúmið sitt. (emBED)...Nú eða bara að gista....Ég ætla að nota gista, það er skemmtilegt. Ég gisti stundum myndbönd líka af youtube. Jamm.

Heiða Eiríks (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 17:43

2 identicon

Skv. orðabanka Íslenskar málstöðvar (er á ismal.hi.is) þá hefur orðið þrjár þýðingar, í mismunandi samhengi og fræðigreinum:

embed 
  [íslenska] ívefja [Hugbúnaðarþýðingar ]
embed 
  [sh.] imbed [íslenska] innsteypa [Læknisfræði ]
embed 
  [sænska] inmura [íslenska] greypa inn [sh.] fella inn, innmúra [þýska] einmauern [Málmiðnaður ]

 Sú fyrsta á best við í þessu tilfelli og er bara ágæt.  Ívefja, ívefjun, ekki svo slæmt.

Sigurbjörn Lárusson (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband