9.7.2008 | 17:25
[MP3] Airwaves #13 - Yelle
Yelle virðist við fyrstu athugun vera einhverskonar tískufyrirbæri. Hugsanlega ilmvatn. Eða nýtt tímarit í stíl við Elle. Svo kemur upp úr kafinu að þetta er frönsk söngkona sem skýrir hvað þetta er að gera á Iceland Airwaves, en reyndar er líka til kanadískur hokký leikmaður sem heitir Stephane Yelle. Stúlkan hefur átt m.a. lag í tölvuleiknum Need for Speed ("À cause des Garçons"). Ég er eitthvað að reyna að klóra mig út úr wikipedia síðunni um hana, hún er fædd 1983 og virðist hafa búið til lög með sömplum úr öðrum lögum, og svo hafa aðrir remixað lögin hennar. Og já, hún hefur hitað upp fyrir Mika. Mér gæti eiginlega ekki verið meira sama um þetta fyrirbæri. Vesgú! [MP3] Yelle - Je Veux Te Voir [Myspace] |
Athugasemdir
váh hún er geðveik sko ég dýrka þessa gellu
hún á geðveik föt og á yfir 10 reebok skó:D
-mp
mariapattinson:) (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.