15.7.2008 | 16:43
[MP3] Vivian Girls
Vivian Girls eru frá Brooklyn og gáfu nýlega út fyrstu breiðskífu sína, sem heitir einfaldlega Vivian Girls. Platan sú seldist upp svo að segja strax, en hún var víst prentuð í frekar takmörkuðu upplagi. Hugsanlega nógu takmörkuðu til að vinir og ættingjar hafi hreinlega keypt það upp, en bloggarar hvarvetna halda vart vatni yfir snilldinni. Ég er ekki búinn að spræna á mig ennþá, en ansi oft þegar ég rekst á eitthvað um annað band sem ég held mjög uppá (pains of being pure at heart), þá er eitthvað verið að skrifa um þetta band í nánu samhengi við þau. Þannig ég tékkaði á þeim. Afhverju er allt þetta fuzz? Hljómar eins og argasta ruslatunnurokk, en er sagt líkjast mjög C-86 böndum ef fólk kannast við það fyrirbæri. Sjálf segjast þær ekki undir áhrifum þaðan heldur mikið meira frá pönki. Þess má til gamans geta að platan inniheldur 10 lög og er bara 22 mínútur á lengd. Ekkert verið að eyða tímanum í óþarfa á þeim bænum. "Where do you run to" finnst mér standa uppúr af þessum lögum. [MP3] Vivian Girls - Where do you run to Þess ber svo að sjálfsögðu að geta að viðtal við bæði Pains og Vivian Girls er að finna í Twee As Fuck fanzine sem er nýkomið út. [Myspace] |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.