22.7.2008 | 01:02
[MP3] The Crack Babies
Hávaðinn er slíkur að Jesus and Mary Chain og Singapore Sling myndu samanlagt ekki komast með tærnar þar sem þessi svíi hefur hælana. Ég reyndi að hlusta á þetta í vinnunni um daginn, þar sem ég er svo heppinn að geta verið með heyrnartól á mér, og gat ekki einbeitt mér að neinu á meðan. Það er svo mikið feedback að ég gæti gubbað! Og það er náttúrulega alveg frábært, svona músík langar mig að spila! Svo skemmtilega vill til að ég verslaði mér effect kubb fyrir nokkru síðan sem heitir Super Feedbacker and Distortion. Það gengur hinsvegar illa að koma honum í notkun, en ef einhvern langar að missa heyrnina með mér þá langar mig gjarnan að stappa aðeins á honum. Hugsanlega er eitt slíkt project að komast í gang nú þegar. "Not for the faint of heart" stendur á vefsíðu The Crack Babies, en bandið hefur að því er virðist ekkert gert síðan þessi EP plata kom út. Hlustum á nokkur lög, "Shine" er melódískasta lagið og ef þið komist klakklaust í gegnum það þá getið þið unnið ykkur upp í gegnum "Honey Believer" og endað á "Turn up the Radio". [MP3] The Crack Babies - Shine [Sækja alla plötuna Smoking at Gas Stations] |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.