27.8.2008 | 10:32
[MP3] Rúnk
Hljómsveitin Rúnk fór ekkert sérstaklega hátt hér árið 2002 þegar hún gaf út sína fyrstu og einu plötu, Ghengi Dahls. Þó virðast tónlistarspekúlantar sammála um að platan sé ein af gersemum íslenskrar tónlistar, og það má að sönnu segja að hún eigi sér ekki sinn líka. Helst dettur mér í hug samlíkingar við plötu Andhéra frá 1997 er bar heitið Fallegir Ósigrar. Rúnk varð ekki langlíf, en meðlimir sveitarinnar hafa allir haldið áfram tónlistarsköpun og ættu vera flestum að góðu kunnir. Benedikt Hermann Hermannsson rekur núna hljómsveitina Benni Hemm Hemm, Björn Kristjánsson er raftónlistarmaðurinn Borko, en fyrrum trommari Andhéra, Númi Thomasson, hefur gjarnan spilað með honum á tónleikum. Hildur Guðnadóttir er núna mikils metinn sellóleikari. Hún hefur komið fram undir nafninu Lost in Hildurness og gaf út plötuna Mount A árið 2006. Auk þess hefur hún gripið í hljóðfæri með Múm. Svavar Pétur Eysteinsson stofnaði Skakkamanage ásamt áðurnefndum Borko. Óli Björn Ólafsson byrjaði feril sinn í Yukatan árið 1993 og hefur skotið upp kollinum í sveitum eins og Unun, Múm, Kanada, Slowblow og Stórsveit Nix Noltes. Það þarf því engan að undra að Ghengi Dahls sé áhugaverður gripur, með svona stórskotalið innanborðs. Platan hefur verið ófáanleg um langa hríð, en skv áreiðanlegum heimildum eru nokkur eintök til í Smekkleysu á Laugaveginum akkúrat núna. [MP3] Rúnk - Friends Forever [Borko] [Múm] [Yukatan] |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.