The Wannadies - You and Me Song

Mikið rosalega var gaman að hoppa við þetta lag á 22 í gamla daga. Man einhver eftir þeirri stemningu? Þegar gólfið á annarri hæðinni dúaði upp og niður og minnstu mátti muna að allt draslið hryndi niður?

Ég las í einhverju (nokkurra mánaða) gömlu blaði um daginn að 22 væri að opna aftur eftir gagngerar betrumbætur, semsagt hættur að vera technoslömm. Ég hef hinsvegar ekki komið þangað inn af viti í mörg ár, og sannarlega ekki um helgar. Er þetta eitthvað breytt? Ég fer ekki þangað aftur nema ég eigi raunhæfan möguleika á að heyra eitthvað nýtt og ferskt.... Pixies... Nirvana... Smiths..... nú eða Wannadies.

Hvað segirðu? Ekki nýtt og ferskt? Hvað um það... ef það er bara Thomsen techno þá getur þessi staður étið það sem úti frýs.

Annað lag með Wannadies sem er ekki af verri endanum; "Hit":

[The Wannadies á Myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband