3.9.2008 | 11:06
[MP3] The Wannadies
Mér sýndist þetta vera Pétur Jóhann Sigfússon hérna hægra megin á þessari mynd af The Wannadies. Mig langaði að pósta einhverjum MP3 lögum með þessu ágæta bandi, en fann bara eitt lag í fljótu bragði, og hef ekki samvisku í að rippa þetta sjálfur af mínum diskum. Hef heldur engan tíma til að standa í svona rugli, er núna á þriðja degi í fæðingarorlofi með eins árs dóttur minni. Þrír dagar er alveg ágætt. En það eru 7 vikur eftir þegar þessi vika klárast! Hvað hét nú aftur gaurinn sem söng "they're coming to take me away, ha ha, hee hee, ha ha...."? Napóleon eitthvað? Hérna er allavegana fínt lag með The Wannadies. [MP3] The Wannadies - Friends Og myndband þeirra við lagið "Skin": Vúhú! |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.