[MP3] Keflavík Dauðans - Tónleikar 5 sept

071023_100206_aelaairwaves07_TO_02

Það verður mikið um dýrðir á Ljósanótt þeirra Suðurnesjamanna. Utan veglegrar auglýstrar dagskrár verður tónlistarhátíðin Keflavík Dauðans haldin núna annað kvöld, föstudaginn 5 september, á Paddy's í Keflavík. Þar munu stíga á stokk Hellvar, Klaus, Æla, Tommygun Preachers og The Pen.

Klaus spilar kaflaskipt hryllingsrokk og hljóðtilraunir. Sveitin hefur leikið við góðan orðstýr undanfarna mánuði og í farvatninu er breiðskífa.
http://www.myspace.com/klausiceland
 
Æla spilar nýbylgjupönk. Sveitin er þekkt fyrir líflega framkomu með tilheyrandi áhættuatriðum. Æla hefur verið dugleg við spilamennsku erlendis og er tiltölulega nýkomin úr  tónleikaferðalagi frá Bretlandi.
http://www.myspace.com/aelaspace

Tommygun Preachers spila steinaldarmetal. Sveitin sendi nýverið frá sér fyrstu breiðskífu sína, Jawbreaker, sem hlotið hefur fína dóma. Að horfa á sveitina á tónleikum er upplifun.
http://www.myspace.com/tommygunpreachers

The Pen spilar Pönk. The Pen er óskrifað blað í íslenskri rokksögu. Bandið fær að spila á þessum tónleikum fyrir hreinan klíkuskap, en það er í anda bæjarfálagsins.
http://www.myspace.com/sreirpen

Hellvar spilar rafmagnsnýbylgju. Hljómsveitin hefur eytt sumrinu í að vinna úr innblæstri frá tónleikaförinni sem farin var til Kína í vor, og boðið verður upp á smakk á nýju efni á tónleikunum.
http://www.myspace.com/hellvarmusic


Allar eiga sveitirnar það sameiginlegt að vera frá Suðurnesjum og er þetta toppurinn á ísjakanum sem er ólgandi verksmiðja skapandi tónlistar úr rokkbænum.....

..... segir í fréttatilkynningu.

Ég fyrir mitt leyti sá Hellvar spila á Menningarnótt siðastliðinni, og þá tóku þau fjögur ný lög sem öll hljómuðu spennandi. Það var þó í laginu "Nowhere" sem ég stóð mig að því að gapa eins og gullfiskur af aðdáun. Hlýðum á það:

[MP3] Hellvar - Nowhere

Og já, það kostar ekkert inn á tónleikana á Paddy's, og gott er að mæta þangað um klukkan 22.00.

hellvar21


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband