[MP3] Trembling Blue Stars

trembing2

Í október 2005 upplifði ég sérstaka tónleika Trembling Blue Stars í smábænum Northampton í Bandaríkjunum. Það voru nefninlega seinustu tónleikar sveitarinnar í Bandaríkjatúr þeirra, og seinustu tónleikar sveitarinnar yfirleitt.

Ég áttaði mig lítið á hvað væri varið í bandið þá, þekkti bara lítillega til þeirra og fannst það sem ég hafði heyrt ágætt. Þessir tónleikar voru endapunkturinn á Popfest! New England sem var þá haldið þar í annað skiptið. Þar sem Northampton er circa 3 tíma akstur frá bæði Boston og NYC og daginn eftir var mánudagur, þá hafði talsvert af fólki haldið heim á leið til að vakna daginn eftir. Það voru því ekki ýkja margir eftir þegar bandið steig á stokk. Mér til talsverðar undrunar tók ég þó eftir því að einhverjir þeirra táruðust þegar leið á prógrammið, enda er tónlist Trembling Blue Stars hið ágætasta þunglyndispopp til að byrja með. Það að tímasetningin bauð bara upp á circa 50 áhorfendur voru viðstaddir og að hljómsveitin stóð á þessum merku tímamótum hjálpaði til við að skapa andrúmsloft söknuðar og sorgar. Ég stóð þá í þeirri meiningu að hljómsveitin væri að hætta endanlega, en raunin var önnur, þau voru einfaldlega að hætta að spila á tónleikum.

Ástæðan? Jú, Bobby og félagar höfðu fengið upp í kok af því að hafa ekki fulla stjórn á "sándinu". Einnig virðist hann hafa takið nærri sér framíköll tillitslausra áhorfenda í gegnum tíðina, enda viðkvæmur maður með eindæmum eins og berlega heyrist á textum hans. Upp frá þessu gerðist bandið því stúdíó band og gaf út frábæra plötu á seinasta ári, The Last Holy Writer.

En afhverju er þetta svona merkilegt band? Jú, fyrir það fyrsta er tónlistin alveg mögnuð. Þess fyrir utan þá var Bobby Wratten í The Field Mice sem var stærsta nafnið á útgáfunni Sarah Records sem í heimi tweepoppsins er risa nafn, þótt það sé löngu hætt störfum núna. Beth Arzy söngkona var í hljómsveitinni Aberdeen sem einnig var gefin út hjá Sarah Records, og aðrir meðlimir komu úr Sarah böndunum Brighter og Another Sunny Day. Hvort þeir eru allir enn í bandinu er ég ekki með á hreinu, en Bobby og Beth hafa verið máttarstólparnir í gegnum tíðina. Trembling Blue Stars er/var því einskonar indiepopp súpergrúppa.

Annemari Davies söngkona Field Mice hefur einnig komið fram í mörgum lögum þeirra, en fyrsta plata sveitarinnar, Her Handwriting, var einmitt einskonar uppgjör Bobbys við ástarsamband þeirra sem uppúr slitnaði um svipað leyti og Field Mice hættu.

Textar Bobby Wratten eru með eindæmum einlægir og fjalla gjarnan um hans eigin lífsreynslu. Ef þú ert 15 ára og í ástarsorg þá er þetta akkúrat tónlistin fyrir það. Nú, og ef aldurinn er að færast yfir og æskudraumarnir hafa ekki ræst, þá er þetta líka fínt. Samanber þetta ágæta lag hérna af The Last Holy Writer; "Idyllwild". Þegar Beth syngur "I miss you, I miss her" liggur við að hjartað rifni úr manni.

[MP3] Trembling Blue Stars - Idyllwild

Textinn við lagið:

A song on the radio
Makes you shiver
And want to curl into a ball
Makes you want to be
Seventeen
And forget the future’s shrinking
Life was so open then
Now it’s closing in
Life was wide open then
Now it’s closing in
One by one
We’ve watched our dreams
Disappearing
Two girls against the world
Summer nights warm and long
Sleeping all day
So many songs
The shadow cast by long ago
Puts a lump within your throat
A girl whose favourite thing is snow
Snow and being alone
The ocean between us can’t
Take away the past
The ocean between us won’t
Take away the past
There’s a place all we shared
Shines unimpaired
Time flies
Swift as an arrow
The dagger of never trodden paths
Photographs they break my heart
Ambushed by the thought-”I don’t recognize her”
I miss you! I miss her!
Life was so open then
Now it’s closing in
Life was wide open then
Now it’s closing in
One by one
We’ve watched our dreams
Disappearing
But the ocean between us can’t
Take away the past
The ocean between us won’t
Take away the past
There’s a place all we shared
Shines unimpaired

Já, það má alveg bresta í grát yfir þessu. Á maður ekki bara að slökkva ljósið, kveikja kannski á kerti og stara út í rigninguna? Og skera sig á púls kannski.

Besta lag Trembling Blue Stars að mínu mati er þó eilítið meira upplífgandi, það heitir "The Sea is so quiet":

[MP3] Trembling Blue Stars - The Sea is so quiet (long version)

The loneliness of a single light in the distance.
Everything bathed in blue.
The sea and the night, and a heart that just might break in two.
The North Sea meets the Atlantic.
Lucky seashells, mermaid's purses.
The sea and the night, and a heart that just might face a little crisis.

Don't let this spell be broken. This is nothing less than perfection.
Don't let this haunting stillness lift.
It's enough to make you believe.
Enough to make you believe everything's alright with the world tonight, it's a place of good deeds.
A place of good deeds.

There's no betrayal of any sign of violence, but a small boat could get swallowed.
And the music that this seascape makes could be blown away.
The music that this seascape makes could be blown away.

Don't let this spell be broken. This is nothing less than perfection.
Don't let this haunting stillness lift.
It's enough to make you believe.
Enough to make you believe everything's alright with the world tonight, it's a place of good deeds.
A place of good deeds.

Vona að allir séu í stuði eftir þetta.

Þess má svo til gamans geta að lag með sveitinni, "If I Handle You With Care", má heyra í þættinum An Attempt to Tip the Scales í þriðju seríu One Tree Hill.

[Myspace]
[Last.fm]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband