Emiliana Torrini - Jungle Drum

emiliana

Í gamla daga var ég voðalega skotinn í Emilíönu Torrini. Það var um eða eftir það leiti sem hún var í hljómsveitinni Spoon. Ég var því himinlifandi þegar góður vinur minn gaf mér fallega jólagjöf, innrammaða mynd af stúlkunni sem á var ritað "Með ástarkveðju, Emilíana".

Það var svo síðar sem ég áttaði mig á að ég kannaðist við skriftina. Vinurinn hafði þá skrifað þetta sjálfur en ekkert haft fyrir að leiðrétta misskilninginn. En í örstutt augnablik þá sló hjarta mitt eins og frumskógartromma.

Það var svo bara í gær að ég heyrði skemmtilegt lag í útvarpinu. Ekki þekkti ég flytjandann en augljóslega var þarna íslensk rödd á ferðinni. Þetta reyndist vera vinkona mín hún Emilíana. Útgefendur hennar eru greinilega með vakandi auga fyrir öllum MP3 skrám sem leka á netið, öll blogg þar sem laginu hefur verið póstað (ég fann tvö) þá hefur það verið fjarlægt eftir vinsamlegar ábendingar um að þetta sé brot á höfundarréttar lögum. Ég reyndar er á þeirri skoðun að MP3 blogg hjálpi til við promoteringu, en svona er þetta.

Illu heilli er ekki hægt að hlýða á lagið á Myspace síðu hennar, en hér má hinsvegar hlýða á það, að sinni:

Boomp3.com

Svakalegt stuð alveg. Ætli restin af nýju plötunni sé svona geðveikislega hress? Og hvað er þetta með frumskógartrommubít þessa dagana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég spái einmitt í þessu frumskógartrommubíti líka, við í The Weird Girls erum að fara að taka upp myndband við eitt laga hennar næstu helgi, það er verulega hresst og skemmtilegt en ég pæli í bítinu.

Ragga (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband