1.10.2008 | 16:55
[MP3] Ný smáskífa frá The Legends
Lengi vel var talið að The Legends væri níu manna band frá Svíþjóð, eða öllu heldur, bandið var kynnt sem slíkt. Hið rétta er hinsvegar að The Legends er einn maður, Johan Angergård. Johan þessi er fjölhæfur listamaður en önnur verkefni hans eru kokteilpoppbandið Club 8 og Acid House Kings. Öll böndin eru gefin út hjá hinu sænska Labrador fyrirtæki sem hann sjálfur rekur. The Legends var semsagt að gefa út singulinn Seconds Away og ég verð að segja að þetta er alveg geðveikt. Lagið nær ekki tveimur mínútum, og er sjóðbullandi súpa af feedbacki og distortion, reverbi og engilfögrum bakröddum. Það er reyndar mjög ólíkt fyrri útgáfum The Legends, en Johan segir þetta um nýju útgáfuna:
[MP3] The Legends - Seconds away Hér eru nokkur eldri lög með kappanum: [MP3] The Legends - Lucky Star |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.