14.10.2008 | 14:00
Purrkur Pillnikk tribute ... aftur
Fyrir utan allt Airwaves dæmið næstu dagana, þá geta tónlistarunnendur glaðst yfir því að Purrkur Pillnikk Tribute verður endurtekið næstkomandi föstudag á Grandrokk. Ekki hefur tribute bandið fengið neitt nafn sem ég fæ séð, en seinast þegar ég póstaði um þetta fór ég rangt með að hljómsveitin Mjööög væri að spila. Svo var ekki, og svo er líklegast ekki núna heldur. Hinsvegar má gera ráð fyrir að þeir félagar Bjössi, Pétur, Flosi og Helgi grípi í hljóðfæri þarna og hrópi örvæntingarfullir um eyrðarleysi stórborgar. Ekki þekki ég nánari deili á þeim félögum að svo stöddu. Nú, ekki bara verður þetta á Grandrokk á föstudaginn, heldur líka í Hljómalind á laugardaginn... Semsagt: Grandrokk föstudaginn 17 okt. kl 23.00. Morðingjarnir hita upp. Kostar ekki rassgat. Hljómalind laugardaginn 18 okt kl 23.00. Kostar ekki rass. |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.