15.10.2008 | 13:00
[MP3] Best of...
Iceland Airwaves er svona eins of fyrsti snjórinn, læðist að manni og skellur á öllum að óvörum þótt allir viti hann sé á leiðinni. Og ég stend hérna á sumardekkjunum og veit ekkert hvað ég ætla að sjá, eða hvernig maður ætti að plögga sínu eigin bandi sem best. Á maður ekki að sitja bara og þamba kaffi á einhverjum pöbbnum og vonast maður rekist á virtan blaðamann frá útlöndum? Híma fyrir utan Media Centerið í Skífunni? Á maður að gefa alla diskana sem eftir eru? Seinustu ár hafa farið 60 diskar í einhverja blaðamenn sem hvort sem er skrifa bara um Lay Low og Gus Gus. Speed dating við bransalið? Ráðstefna á Hótel Sögu? Já, en að er pabbahelgi!! Besta tækifærið til að plögga tónlistinni er akkúrat þessa helgi, og maður hefur bara áhyggjur af börnum, vinnu og afborgunum af lánum. Og stressast yfir því að á tónleikunum eigi maður eftir að spila eitthvað vitlaust eða detta um einhverja snúru á sviðinu. Ef þið hafið áhuga á að sjá það gerast á kíkið þið á Organ á föstudaginn klukkan 20.15. Svona til að drepa tímann þá ætlaði ég núna að taka saman nokkur uppáhaldslögin mín sem ég hef póstað hér í gegnum tíðina. Best of? Ekkert endilega, frekar það sem ég er sjálfur í stuði til að hlusta á í dag. Guaranteed to make you smart, or no money back! Skál svo fyrir bjartri framtíð tónlistarblogga og stórkostlegri Airwaves hátíð! The Legends - Seconds away |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.