[MP3] Santa Dog

santadog3

Ég er ekki búinn að sjá neitt á Airwaves ennþá, skömm að þessu. Gærkvöldið fór í æfingu hjá bandinu, dagurinn í dag hefur svo farið í að vera lasinn. Aldurinn er farinn að segja til sín. Um daginn dró ég fram dýnu og skellti á stofugólfið, hófst svo handa við að gera magaæfingar í fyrsta sinn síðan í grunnskóla. Það kostaði heilan dag í rúminu með þursabit. Nú er konan með ælupest og með minni heppni verð ég frávita af ógleði á Organ annað kvöld. Það gæti reyndar verið svoldið svalt sjóv, að æla á sviðið. Ekki missa af því! 

Reyndar gat ég ekki setið á mér í dag og dröslaði 14 mánaða dóttur minni á tónleika með Hellvar í höfuðstöðvum Kimi Records á smiðjustíg. Það var vel þess virði, Hellvar er stórlega vanmetið band, og stúlkan dillaði sér við hvert einasta lag, enda mikil músík í dömunni.

Hljómsveit dagsins kemur hinsvegar engu þessu við á nokkurn hátt, mig langaði bara til að barma mér aðeins.

Santa Dog er frá Bristol í Bretlandi og ég botna ekki í hversvegna þetta band hefur ekki öðlast heimsfrægð. Þeim er gjarnan líkt við Throwing Muses en ég tel mig greina dáldið af spilagleði The Cardigans einstaka sinnum. Sveitin gaf út fyrstu breiðskífu sína, Kittyhawk, í fyrra og hana tel ég hiklaust með bestu plötum seinasta árs.

Forsprakki sveitarinnar er óumdeilanlega hin reffilega Rowena Dugdale. Orðið "reffileg" hefur líklegast verið búið til um hana, svo mikið gustar af henni á sviði, en ég var svo heppinn að detta inn á tónleika með sveitinni í London í desember síðastliðnum. Sveitin stefnir á að taka upp aðra plötu núna í vetur, og á næstunni kemur út smáskífan "Spark it up". Rowena hefur þetta að segja um tvö lög sem ég pósta hér:

[MP3] Santa Dog - Rosa

"Rosa is about the sex trade, or rather, a woman prostituting herself. When I wrote it I thought it was a song of escape but actually I wonder if she might have fallen in love with a client."

[MP3] Santa Dog - Chemical

"...it's about how we feel when we're in the early stages of love and are frightened of the overpowering emotions, it feels like a heady drug and can be sinister and dark as well as beautiful."

Ég veit að bandið vill gjarnan spila hérlendis, og það er óskandi að það gerist fyrr en síðar. En hérrna eru tvö önnur lög með bandinu:

[MP3] Santa Dog - Pop Coloured
[MP3] Santa Dog - Delicate

[Myspace]

Rowena er þar fyrir utan sérdeilis hæfileikaríkur grafískur hönnuður, og útskrifaðist með sæmd frá Edinburgh College of Art. Skoða má verk hennar á því sviði hérna.

santadog2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband