[MP3] Björk 1977

1977

Ég er að reyna að átta mig á hvers virði þessi fyrsta plata Bjarkar er eiginlega. Mig minnir nefninlega ég hafi einhverntíman átt eintak af gripnum. Kannski er það grafið einhversstaðar í draslinu mínu. Leit á google skilar engu ennþá (þ.e.a.s. um verðið, ekki hvar ég setti hana). Hinsvegar eru misvísandi upplýsingar um hversu mörg eintök voru pressuð, á einum stað stendur 1000, á öðrum að hún hafi verið Platínu plata og því selst í allavegana 5000 eintökum. Þriðja síðan segir að allavegana 7000 eintök hafi verið pressuð.

Veit þetta einhver?

Annars rakst ég á áhugaverða síðu við þessa leit mína, þar sem hægt er að hlusta á allt heila klabbið. Hún er hér:

http://blog.wfmu.org/freeform/2007/03/bjrks_real_debu.html

Hérna er einmitt lag sem Björk ku hafa samið sjálf á þessari plötu, meðan flest hin lögin eru ábreiður.

[MP3] Björk - Jóhannes Kjarval

Nú og svo er auðvitað smellurinn:

[MP3] Björk - Arabadrengurinn

Á einhver eintak af plötunni? Veit einhver hvað gripurinn kostar núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elvar á hana. Minnir að ég hafi rekist á verðið 20 þúsund einhvers staðar fyrir nokkrum árum....en það gæti verið hóflega reiknað miðað við að dollari og evra séu nú fleirri íslenskar krónur.

Heiða (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband