Bílalán

Sem betur fer virðist ég ekki vera í skítnum með íbúðalánið. Ekki enn allavegana. Hinsvegar er bílalánið að rjúka upp, 25.000 króna afborgun fyrir ári síðan er núna 61.000 kr.

Þá er gaman að geta þess að Avant býður frystingu á bílaláni að kostnaðarlausu, í 2 eða 4 mánuði. Þannig býðst fólki að greiða bara vexti í þann tíma og taka svo upp þráðinn seinna, og þá lengist lánstíminn sem því nemur. Kostnaður við svipaða breytingu hjá Lýsingu er hinsvegar 7000 krónur.

Það hefur alltaf verið talað um íbúðalán í þessum fréttum að mér finnst. Mér datt því ekki í hug fyrr að athuga með bílalánið, heyrði jafnvel einhverntíman í upphafi þessa rugls að Avant væri ekki að bjóða uppá þetta. En það hefur semsagt orðið breyting á.

Tékkum því næst á smá músík:

free

Þá passar ágætlega að heyra í hljómsveitinni Free Loan Investments frá Svíþjóð. Mæli með þessu fyrir aðdáendur Fat Tulips, Talulah Gosh og/eða Heavenly, sem eru auðvitað á allra vörum.

[MP3] Free Loan Investments - Kick his balls out
[MP3] Free Loan Investments - Day planner
[MP3] Free Loan Investments - Rush hour

[Meiri músik með bandinu á skatterbrain.org]
[Last.FM]


mbl.is Gagnasöfnun vegna lánafrystingar misdýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband