[MP3] Nýtt og væntanlegt frá Íslandsvinum

timtenalbum

Íslandsvinurinn Tim Ten Yen var að gefa út fyrstu breiðskífu sína. Everything beautiful reminds me of you heitir gripurinn og er nú loksins fáanlegur hér á klakanum. Marga rak í rogastans og urðu að sætta sig við að versla barmmerki og boli, þegar drengurinn spilaði hér á landi um jólin 2007 án þess að hafa með sér útgefið efni. En nú er semsagt breiðskífan komin út og er alveg stútfull af eðal poppi.

Hlustum á eitt gamalt MP3 til glöggvunar.

[MP3] Tim Ten Yen - Move with the Wildpalms

painsalbum 

Í öðrum gleðilegum fréttum af vinum Íslands er það helst að fyrsta plata The Pains of being pure at Heart er væntanleg í febrúar. Ég er búinn að hlusta á gripinn og hann vægast sagt rokkar af manni sokkana. Hérna er lagalistinn og MP3:

1. Contender
2. Come Saturday [mp3]
3. Young Adult Friction
4. This Love is Fucking Right
5. The Tenure Itch
6. Stay Alive
7. Everything With You [mp3]
8. A Teenager in Love
9. Hey Paul
10. Gentle Sons

TheBesties_HomeFree_cover

Og talandi um íslandsvini þá eru hressu fjórmenningarnir í The Besties að gefa út aðra breiðskífu sína einnig í febrúar. Home Free heitir gripurinn og mun innihalda meðal annars smellinn Helgafell. Hérna er annað lag af skífunni, Right Band, wrong Song:

[MP3] The Besties - Right band, wrong song


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband