5.1.2009 | 17:12
[MP3] Nýtt og væntanlegt frá Íslandsvinum
Íslandsvinurinn Tim Ten Yen var að gefa út fyrstu breiðskífu sína. Everything beautiful reminds me of you heitir gripurinn og er nú loksins fáanlegur hér á klakanum. Marga rak í rogastans og urðu að sætta sig við að versla barmmerki og boli, þegar drengurinn spilaði hér á landi um jólin 2007 án þess að hafa með sér útgefið efni. En nú er semsagt breiðskífan komin út og er alveg stútfull af eðal poppi. Hlustum á eitt gamalt MP3 til glöggvunar. [MP3] Tim Ten Yen - Move with the Wildpalms Í öðrum gleðilegum fréttum af vinum Íslands er það helst að fyrsta plata The Pains of being pure at Heart er væntanleg í febrúar. Ég er búinn að hlusta á gripinn og hann vægast sagt rokkar af manni sokkana. Hérna er lagalistinn og MP3: 1. Contender Og talandi um íslandsvini þá eru hressu fjórmenningarnir í The Besties að gefa út aðra breiðskífu sína einnig í febrúar. Home Free heitir gripurinn og mun innihalda meðal annars smellinn Helgafell. Hérna er annað lag af skífunni, Right Band, wrong Song: [MP3] The Besties - Right band, wrong song |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.