Nú er komið að þriðja Sýna og sjá kvöldi Nýlistasafnsins þar sem óháðir tónlistarmenn og þekktir spekúlantar koma saman einu sinnu í viku og fara yfir sjálfstæða tónlistarsköpun á Íslandi við upphaf 10.áratugsins.
Fimmtudaginn 19. mars kl. 20 munu meðlimir hljómsveitarinnar Bag of Joys koma í safnið og ræða feril sinn í máli og myndum, gefa tóndæmi, sýna heimagert prentefni og skella ómetanlegum myndbandsupptökum af bílskúrsæfingum í tækið.
Hljómsveitin Bag of Joys var stofnuð í Breiðholtinu árið 1992. Þá voru í hljómsveitinni Þorsteinn Bjarnason, Gústaf Bergmann Einarsson, Unnar Arnalds og Sighvatur Ómar Kristinsson. Sveitin gaf úr spóluna "Minnir óneitanlega á Grikkland" árið 1995 í 25 tölusettum eintökum. Síðar var þó bætt við 15 eintökum vegna gríðarlegrar eftirspurnar hjá Dóra í Plötubúðinni. Eftir útgáfu spólunnar yfirgaf Þorsteinn hljómsveitina og við tóku stífar æfingar fyrir upptökur á sjötommunni "Nú á ég vermand vini" sem kom út haustið 1995. Skömmu eftir útgáfu sjötommunar bættist söngkonan Lena Viderö í hópinn. Geisladiskurinn "Eins og ég var motta" kom út árið 1997 á vegum Smekkleysu en uppúr því hætti hljómsveitin. Árið 2001 voru svo haldnir tónleikar í Kaffileikhúsinu þar sem flest lög frá ferli Bag of Joys voru leikin.
Sýna og sjá í Nýlistasafninu er á dagsskrá einu sinni viku fram í miðjan maí og munu m.a Arnar Eggert, Yúkatan, Saktmóðígur, Kolrassa Krókríðandi, F.I.R.E Inc og Á túr koma fram og setja sig undir smásjána.
[MP3] Bag of Joys - Sveitasnakk |
Flokkur: Tónlist | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.