18.3.2009 | 13:48
[MP3] Animal Hospital kemur á klakann
Bandaríski raftónlistarmaðurinn Kevin Micka, sem kallar sig Animal Hospital, er væntanlegur hingað til lands um miðjan næsta mánuð, og mun hann halda líklegast þrenna tónleika hér á landi í allt. Pilturinn er ættaður frá Boston og er vinur The Juliet Kilo sem spilaði hér á landi 2006 með Mr. Silla og Mongoose og fleirum stuðböndum. Kevin hefur helst sér til frægðar unnið að hafa hitað upp fyrir ofurhljómsveitina Beirut. Hann þykir alveg frábær á sviði, og eflaust ekki verri þótt ekkert sé sviðið en vænta má að hann komi fram meðal annars í 12 Tónum og Kaffi Hljómalind. Tónlistin er svona minimalistískur experimental hljóðheimur uppfullur af míkróbítum a la múm. Við skulum hlýða á tóndæmi: [MP3] Animal Hospital - A safe Place [Myspace] |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.