7.5.2009 | 21:49
[MP3] Star Trek - Fantagóð mynd
Ég var að koma af alveg fantagóðri forsýningu á nýjustu Star Trek myndinni, sem ber einmitt heitið Star Trek. Það er alveg óhætt að segja að hún veldur ekki vonbrigðum. Það er jafnvel það mikill hasar í gangi að hún gæti vel höfðað til þeirra sem ekki hafa fylgst með Star Trek áður. Hitt er þó annað mál, að það eru endalausar vísanir í upprunalegu sjónvarpsþættina, og allar eru þær smekklega gerðar, oft á tíðum smekklega "smekklausar" með vísun í hvað gömlu þættirnir voru hrikalega hallærislegir. Gaman að sjá Christopher Pike skjóta upp kollinum en hann var aðalhetjan í upprunalega allra-fyrsta pilot þættinum, sem gerður var áður en sjónvarpsserían fór af stað, svona til að "pitcha" hugmyndinni. Minnir reyndar að hann hafi þar endað með því að vera rúllað um í kassa, og gat þá ekki tjáð sig nema með því að blikka rauðu ljósi. Hann er ívið hressari í nýju myndinni. Sylar stendur sig líka ljómandi vel sem Mr. Spock. Þumalputtar upp. Listamenn af ýmsu tagi hafa gjarnan tekið Star Trek upp á arma sína. Heyrum hér í nokkrum tónlistarmönnum: [MP3] Urursei Yatsura - Phasers on Stun [MP3] Dýrðin - Mr. Spock [Video] The Firm - Star Trekkin' Og þar með lýkur Star Trek umfjöllun dagsins. |
Athugasemdir
Phasers on Stun er frábært lag, það langbesta sem Urusei Yatsura gerðu. Ég var líka alltaf mjög hrifinn af myndbandinu sem er eitthvað svo frábært í einfaldleika sínum - hljómsveitin að spila fyrir fullt af Star Trek nördum; http://www.youtube.com/watch?v=IOotpskYivk
Pétur Valsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.