[MP3] Tiny Microphone

tiny2

Þessa dagana get ég bara ekki hætt að hlusta á lagið "You disappear" með stúlkukindinni Kristine sem er frá Chicago og kallir sig Tiny Microphone. Þetta lag er svo ofboðslega fallegt eitthvað í einfaldleika sínum. Minnir kannski svolítið á Distortion plötuna með Magnetic Fields. Það grípur kannski ekki alveg við fyrstu hlustun en svo límist það við heilann. Einföld laglína og bara einn kafli út í gegn með mismunandi áherslum, fallegur hávaði og svo einstaka sinnum bjagaðir hljómar sem sveigja einhvernveginn út í kant og lenda næstum út í skurði.

Þess má geta að Kristine er einnig söngkona og gítarleikari hljómsveitarinnar Very Truly Yours sem er nýverið farin að buzza svoldið á óháðum tónlistarbloggum. Eflaust vel þess virði að fylgjast með í framtíðinni, og við hlýðum líka á eitt lag með þeim.

[MP3] Tiny Microphone - You disappear

[MP3] Very Truly Yours - Popsong '91

Tiny Microphone á Myspace | Very Truly Yours á Myspace


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband